sunnudagur, júlí 27, 2008 |
Fyrst maður er byrjaður að blogga... |
en þið verðið að drullast til að skrifa athugasemdir!
En vá ruglið sem ég lenti í í gær. Ég var að fara á æfingu, svona eins og gengur og gerist, nema ég fattaði um leið og ég lokaði hurðinni af íbúðinni að ég gleymdi lyklunum inni. Fékk nett áfall en hringdi svo í lyklaþjónustu sem svo birtist nokkru síðar. Ekki gat gaurinn opnað með að stinga prjóni á milli því hurðin er svo þétt uppvið dyrakarminn þannig að hann braut hurðarhúninn af og skipti um dót í kringum lásinn sjálfan. Þessi maður var mjög furðulegur. Tautandi endalaust og alveg búinn á því þegar hann þurfti að fara af 3ju hæð niður í bílinn sinn að ná í eitthvað. Kom eins og hvalur aftur upp. En hvað um það. Hann lauk verkinu og settist svo niður að skrifa reikninginn. 389 evrur takk fyrir!!!! Sem gerir með genginu í gær 127,8 evrur samtals 49.714 kr!!!!! Ég jafna mig ekki á þessum reikningi skal ég segja ykkur næstu árin. Ég vildi fá að vita af hverju þetta var svo dýrt og kona sem býr fyrir neðan mig sagði við hann að hann hefði átt að reyna betur með prjóninum á milli karms og hurðar og upphófst mikið rifrildi og missti maðurinn algjörlega stjórn á skapi sínu. Gargaði og sakaði okkur um að kalla hann svikara og bla bla. Ég bað um að fá að tala við yfirmann hans því ég vildi fá að vita af hverju þetta væri svona dýrt. Sá bullaði um eitthvað helgargjald ofl. Ég fékk fram smá afslátt eða borgaði 350 evrur (44.730kr) sem er enn fáránlegt verð! Ég er í sjokki.
Íslandsmeistaramótið var um helgina og óska ég öllum íslandsmeisturum til hamingju með titilinn. Sérstaklega vil ég óska Kristbjörgu Helgu til hamingju með frábært Íslandsmet! |
posted by Thorey @ 17:34 |
|
|
|
|
6 Comments:
ó mæ god!!! shittt..hvað er að ske með þetta verð..þokkalega tekin í rassgatið af þessum kalli..
Sigrun Fj
Úúúffff, ég er ekki hissa að þú jafnir þig ekki á þessu verði næstu árin, þetta er náttúrulega bara rugl. Vá ég er nú bara í sjokki líka yfir þessu.
En annars vona ég að hásinin verði í lagi í peking og njóttu þess í botn að vera þar, það er aðalatriðið.
kveðja Bryndís
Verstu búin að velta því fyrir þér hvað nýr gluggi eða ný hurð kostaði þig? Gæti verið að það sé "ódýrari leið inn" :)
Jeminn eini þetta er svakalegt, ojj hvað þetta er böggandi!!!!
Sólveig Margrét
Einmitt það sem ég hugsaði Sigurjón. Hugsa að það hefði verið ódýrara að brjóta rúðu sjálfur .
Ný rúða getur nú kostað 30000 eða svo og ísetningin eitthvað ofan á það! Það fer reyndar eftir stærð og staðsetningu rúðu. Ég borgaði innan við 10000 kall þegar ég læsti mig úti og ég hefði örugglega gert það sama og Þórey. Talið það vera ódýrasta kostinn svona fyrirfram!
Skrifa ummæli
<< Home