the
 
the
sunnudagur, maí 28, 2006
Glataður dagur

Já ég er eiginlega bara frekar svekkt með daginn. Var skjálfandi úr kulda í 5 klst á mótinu og í þokkabót hitti ég siljuna bara eiginlega ekkert. Samt auðvitað gaman að sjá hana hlaupa.

Ég var það fúl þegar ég kom heim að ég fór beint online og keypti mér miða til Parísar. Ég er komið með nóg af kulda og rigningu og sumar, here I come!!!

Ég fer með artí fartí gaurnum til Parísar og gisti hjá honum og meðleigjanda í eina nótt. Tek svo Parísarrúnt á þriðjudagsmorgun og hoppa svo upp í lest til Clermont-Ferrand og verð þar hjá frænku og fjölskyldu til föstudags. Þá tek ég lestina aftur til Parísar og verð þar eina nótt því flugið til Kölnar er eldsnemma á laugardagsmorgun. Kem svo heim á sunnudag.
posted by Thorey @ 22:12   13 comments
laugardagur, maí 27, 2006
Vikan stax liðin!!

Það er bráðum vika sem ég hef haft hér og tíminn líður hratt. Það er samt búið að vera skíta veður og bara legið í leti milli þess sem ég skelli mér á æfingu. Reyndar fínt að geta hlaðið batteríin fyrir sumarið. Það spáir reyndar rigningu alla næstu viku líka svo það er eiginlega bara hundfúlt.

Ég hlakka svo til á morgun samt! Ég hitti hana Silju mína á morgun í Hengelo en þar er hún að fara að keppa. Allir strákarnir eru að fara að stökkva þar líka svo það er auðvelt að húkka sér far þangað. Reyndar bara 1 og 1/2 tíma akstur. Væri nú alveg til í að vera þar í svona 2 daga... hmm Silja??

Núna er ég að fara til Kölnar með gaur frá Nebraska sem Angi kynntist þar þegar hún var í námi. Þetta er einhver svona vel þenkjandi artí gaur sem ætlar að vera í París í sumar að spá í lífið og tilveruna. Þegar búinn að vera á þvælingi um Ítalíu og Spán í mánuð. Angi er að keppa svo hún lét mig bara sjá um hann í dag... góð.. Jæja kannski hann opni einhverjar listagáttir hjá mér, veitir ekki af. Næsta blogg verður ljóð..... :)
posted by Thorey @ 12:13   2 comments
mánudagur, maí 22, 2006
Komin til Leverkusen

Þessi mynd hérna að neðan er ekki alveg að gera sig svo eins gott ég bloggi eitthvað núna. Ég semsagt kom áðan "heim" til Leverkusen og fylgja því mjög blendnar tilfinningar. Auðvitað gaman að koma hingað og hitta fólkið en það eru allir í keppnisgír og í formi. Þoli ekki að vera formlaus!! Þolinmæðin þrautir vinnur allar eða?

Við Angi fórum og fengum okkur pizzu og kíktum svo á kaffihús. Hér er 20 stiga hiti og gott að rölta um bæinn. Það er þó frekar hvasst og engin sól og er spáð eiginlega þannig bara alla vikuna mér til mikillar mæðu því einn tilgangur ferðarinnar var að losna við kríuskitslitinn úr andlitinu..

En ég held að vikan verði góð. Ég er komin með ágætis æfingaplan sem er bara nokkuð krefjandi og ég hlakka til að fara að taka almennilega á því aftur. Hlakka til að komast í form.
posted by Thorey @ 17:47   4 comments
mánudagur, maí 15, 2006
Ég er búin í prófum og komin í sumarfrí!!
Ég kláraði síðasta prófið í dag og trúi varla að ég sé komin í smá sumarfrí. Búin að bíða mjög lengi eftir þessarri stundu. Ég er búin að sitja í heilan mánuð upp á bókasafni að læra frá 9 á morgnanna til 11 á kvöldin. Skroppið þó í mína sjúkraþjálfun og á stuttar æfingar af og til sem betur fer. Núna ætla ég að búa til æfingaprógramm því öxlin mín er einmitt tilbúin í meiri átök, þ.e ég get farið að hlaupa meira og gert þrek.
Batinn hefur gengið bara mjög vel þrátt fyrir lesturinn. Ég get orðið auðveldlega sett hárið í tagl og klætt mig án mjög mikilla vandræða. Semsagt allt að koma.
Ég er eina viku heima í fríi en fer svo til þýskalands á mánudaginn, 22.maí, til að heimækja liðið mitt. Get ekki beðið að hitta alla aftur. Þangað til ætla ég að
- æfa tvisvar á dag
- þvo þvott og bílinn...
- taka herbergið mitt í gegn með tímabærri heimsókn í IKEA
- liggja í leti
- horfa á mánaðarskammt af 24 og Prison Brake en mamma tók það upp :)
- fara í gufuhúsið hans pabba
- æfa mig í AutoCad með Olgu fyrir vinnuna í sumar
- hitta vini mína!!
- fara í tvö Eurovision party
- bæta 5 klst í sólarhringin.....
Svo vinir mínir sem ég hef ekki talað við í of langan tíma, plís ekki vera búin að gleyma mér!
Heyrumst :)
posted by Thorey @ 18:36   12 comments
föstudagur, maí 05, 2006
Tölulega búin

allavega í bili. Ég vona að ég hafi náð, held það samt. Þetta var þó ekkert glæsilegt hjá mér. Náði bara að klára rétt rúm 80% af prófinu því það var bara alveg hrikalega langt.
Nú er bara að byrja að læra fyrir næstu tvö próf.

Vá hvað ég hef ekkert að segja. Gæti reyndað talað helling um pólitíkina sem er í gangi í þessu landi núna en ætla að láta það eiga sig í þetta skipti.

Ég fór einmitt og kaus í gær í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu því ég verð líklega úti þegar kosningarnar verða. Vil minna ykkur á að gera það sama ef þið komið til með að missa af kosningadeginum. Um að gera að nýta réttinn sinn.

Ætla í Laugar snöggvast og eyða svo deginum á bókasafninu.
Ciao
posted by Thorey @ 09:24   3 comments
þriðjudagur, maí 02, 2006
Fyrsta skokk í 5 vikur og fyrsta prófi lokið

Fór í morgun í Laugar og skokkaði í fyrsta skipti í mjöög langan tíma. Formið er greinilega farið að leka af mér en ég trúi ekki öðru en ég verði fljót að koma mér aftur í form.

Fór svo beint úr Laugum í fyrsta prófið mitt sem var í Stál og Trévirkjum. Algjört maraþon próf og ég leit varla upp allan tímann. Náði að klára þó með herkjum og vissi af villum sem ég náði ekki að kíkja betur á.

Úr prófi var farið beint upp á safn og lært fyrir það næsta sem verður á fimmtudag. Það er töluleg greining sem er næst á dagsskrá en svo hef ég nokkra daga fyrir síðustu 2 prófin og get andað kannski í einn dag.

En, rosalega ánægð með skokkið (á ekki að skokka fyrr en eftir viku samkvæmt lækninum) en ég fann ekkert til :)
posted by Thorey @ 22:52   3 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile