the
 
the
fimmtudagur, mars 30, 2006

Ég er búin að fara í aðgerðina og allt gekk samkvæmt áætlun. Læknirinn sjálfur er mjög ánægður með árangurinn. Ég verð á spítalanum í nótt og ætla hvíla mig og búa undir heimferðina. Mér líður ágætlega miðað við aðstæður og kem heim annaðkvöld.
posted by Thorey @ 11:41   7 comments
föstudagur, mars 24, 2006
Loksins komin dagssetning

Já það er komið að aðgerðinni. Ég fer út vonandi á mánudag og næ þá sólahrings lay-over í Leverkusens til að heilsa upp á liðið og setja smávegis í tösku. Þarf líka nauðsynlega að skila straumtæki sem ég er búin að vera með í láni frá lækninum minum en átti að skila í byrjun janúar...
Fer síðan á þriðjudeginum til Mílanó, tékk á miðvikudag hjá lækninum og svo skorin á fimmtudag.
Mér er mjög létt við þessar fréttir. Nú tekur batatímabilið loksins við en auðvitað er ég drullu kvíðin fyrir að vakna upp og vera að drepast. Þetta verður samt bara allt í lagi vonandi.

Búin að vera super busy í skólanum alla vikuna og afsaka ég því lélega bloggsíðu. Ég hef heldur ekkert að segja þegar ég bara læri allan daginn og fer svo á æfingu og heim að sofa... En ég mun reyna að bæta þetta upp næstu vikur.

Hildur vinkona er loksins komin heim en þó bara í nokkra daga. Hún býr í Danmörku og ég hef ekki séð hana í 15 mánuði. Það er langt síðan ég hef fengið svona mikið sjokk við að hitta eina manneskju (síðast þegar ég rakst á Nínu á Kastrup fyrir tilviljun þegar ég bjó í Svíþjóð... fékk flog...). Hildur er búin að vera á DDV og þvílíkur árangur. Hún hefur nú alltaf verið falleg stelpan en vá, hún er gullfalleg núna.
Til hamingju elskan :)

Farin að hitta hana Hildi mína á kaffihúsi :)
Bis bald
posted by Thorey @ 20:23   9 comments
sunnudagur, mars 19, 2006
Vikan sem leið

var frekar annasöm. Skilaði brjáluðu verkefni á miðvikudaginn sem ég sat lengi lengi sveitt yfir og æfði bara alveg ágætlega. Síðustu 8 daga var ég með myndavélina meira á lofti en síðustu 4 mánuði og hér má sjá afrakstur vikunnar.

Við frjálsíþróttaskvísurnar kíktum örstutt niður í bæ á laugardagskvöld og var mikið fjör í bílnum. Held mun meira fjör en inn á skemmtistaðnum sjálfum. Veit ekki alveg hvað er í gangi hér en þó greinilega hressandi bílferð...


Hrefna er náttúrlega í algjörum sérflokki......


Ég bauð síðan fimleikaskvísum heim og tókst það svona upp og ofan. Jú í heildina held ég þetta hafi bara heppnast vel... eða hvað stelpur, urðuð þið veikar..? Ekki bökunarsnillingur hér á ferð en afmæliskakan (Betty) var hrisst fram úr erminni á augabragði. Takk stelpur fyrir frábært kvöld og til hamingju með afmælið María!!



Gullmolinn sjálfur átti líka afmæli, orðinn 2ja ára! Til hamingju karlinn minn. Ég vil líka óska Sölku Sól til hamingju með afmælið sitt en hún varð 3ja ára þann 14.mars. Hér er svo gullmolinn að kíkja í einn pakkann... svo mikið krútt



Að lokum er það hún mútta krútta sem varð 57 ára í dag. Hún er semsagt fædd 1949 og urðu miklar vangaveltur um aldurinn við morgunverðarborðið. Pabbi hitt algjörlega naglann á höfuðið þegar hann sagði: "'Úff mikið er ég fegin að vera fæddur 1950. Annars mundi ég aldrei muna hvað ég væri gamall...." Dúlli.. Útreikningarnir verða semsagt flóknari með aldrinum og ég sem er fædd 1977.. þetta verður stór vandamál. En, ég er í verkfræði svo námið mun vonandi koma að einhverjum notum í framtíðinni.
Familyafmælismatarboð sem var í kvöld má sjá á næstu mynd. Ætli þau káli mér ekki fyrir að setja þessa mynd hérna. En eru þau ekki sæt??



Til hamingju með afmælið mamma!!!
posted by Thorey @ 00:49   9 comments
laugardagur, mars 11, 2006
HM í frjálsum

er í gangi núna og ég er bara heima á klakanum fjarri góðu gamni. Það var þó gaman að mótið var sýnt í sjónvarpinu og er ég búin að sitja límd. Mörg skemmtileg úrslit í dag. T.d fannst mér gaman að sjá sænska hástökkvarann, Linus, ná í 3.sæti en ég man eftir honum þegar hann var pinku pons, 13.ára, á æfingu með mér og Völu í Malmö. Svo er Bryan að standa sig mjög vel í tugþrautinni en hann er víst búinn að vera mjög veikur síðan hann mætti til Rússlands. Með matareitrun. Það er nú ekki ávísun á árangur sú skemmtilegheit. Gaman var að sjá æfingafélaga Silju vinna grindina en æfingavinkona mín hún Silke Spiegelburg hefði mátt fara hærra í stönginni eins og Monica Pyrek. Hefði viljað sjá hana taka silfrið frekar en Önnu Rogowsku. En að sjá Svetlönu Feofanovu ná bronsinu eftir erfið meiðsli er hvetjandi. Svo var hún líka bara orðin svo hugguleg :) Gaman að því.

Annars er ég búin að keppa tvisvar núna í vikunni. Fyrst í kareoki og aftur í gær í parakeppni í dansi í afmælinu hjá Danna úr TMC. Við Danni gerðum okkur lítið fyrir og sigruðum.... Enda stórkostlegt danspar þar á ferð....
posted by Thorey @ 18:11   8 comments
föstudagur, mars 10, 2006
Ert þú draumaprins kvenmanna??

Hvernig gera á konu hamingjusama :
Það er ekki erfitt, til að gera konu hamingjusama þarftu bara að vera:

1. vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipuleggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. fyndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur

..og gleymir aldrei að:
44. gefa henni gjafir reglulega
45. fara með henni að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa hanna ekki
49. horfa ekki á aðrar konur
og um leið þá verðurðu líka að:
50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa henni allan tíma sem hún þarf
52. gefa henni mikið frelsi,
53. ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer

Það er mjög áríðandi að gleyma aldrei:

1. afmælisdögum
2. brúðkaupsdögum
3. plönum sem hún hefur ákveðið

TIL AÐ GERA KARLMANN HAMINGJUSAMANN :
1. Gefa honum að borða
2. Sjá til að hann fái það reglulega
3. og þegja svo....
posted by Thorey @ 12:19   2 comments
Vó..

Þvílíka beil kvöldið!! Ég hefði sko mætt á kareoke keppnina ykkar!! Ekki bara vinir mínir (fyrir utan þrjár yndislegar manneskjur) sem beiluðu heldur líka aðrir keppendur. Sigmar sem skoraði á mig mætti ekki. Jón Arnar beilaði, Gísli Marteinn, Inga Lind og Jóhanna og ÞorsteinnTyrfingsson líka. Ég stóð þó við mín orð þótt ég hafi verið mjög treg til og svo toppuðu Ylfa, Magga og Nína kvöldið. Ég skemmti mér bara vel og lagið okkar tókst bara vel.

Hér eru þessar elskur:
Þúsund kossar



posted by Thorey @ 00:43   4 comments
miðvikudagur, mars 08, 2006
Karoke....

Hvar eru vinir mínir sem ætla að koma og styðja mig í karoke keppninni????....
posted by Thorey @ 21:16   3 comments
Er ekki bara mikið til í þess? .... (tekið af síðunni hennar Silju Hrundar)

posted by Thorey @ 00:28   3 comments
þriðjudagur, mars 07, 2006
Búin að missa vitið?

Ég er að fara að keppa í karoke keppni!!! Já nú bregður ykkur enda vel kunnug mínum yndislegu sönghæfileikum. En nei, ég er sko að fara að slá í gegn :) Verð núna bara að kaupa eyrnatappa handa áhorfendum.....

Annars fór ég í yfirhalningu í gær. Kominn tími til. Skellti mér í strípur og klippingu og bara mjög sátt. Bað um að láta snyrta en gellan bara tók af mér hárið nánast en hélt samt í síddina. Ég er eiginlega með hálfgerða red-neck klippingu. Töff það!!

Ætla að læra smá í klukkutíma núna og horfa svo á Prison Brake. Einn af gleðigjöfum vikunnar. Hinir eru 24 og Rome á sunnudagskvöldum. Snilldar þættir allir þrír.
posted by Thorey @ 20:34   3 comments
mánudagur, mars 06, 2006
Burt með daufleikann

Þetta blogg er nú bara alveg að ligna útaf af vegna dofleika en ég held ég verði nú að fara að hressa þetta aðeins við hérna.

Helgin var bara fín. Smá léttir í gangi eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara í aðgerð og laugardagurinn fór í kæruleysi. Búðarráp og skemmtanir. Keypti bara helling og fór líka í Adidas og fann þar fullt af flottu dóti.

Laugardagskvöldið var bara fínt. Svo við höldum aðeins áfram með pick up línur þá fékk ég eina sem var frekar sérstök:
"Þú ert svona stelpa sem þarf einhvern stóran og sterkar gaur. Viltu ekki finna vöðvana á mér?"

Frekar fyndið bara en hann skoraði nú ekki mikið greyið.

Annars fannst mér frekar fyndið að hafa hitt Krumma í Mínus og haldið að hann væri einhver útlendingur. Ekki alveg með á nótunum. Annars kom það fyrir mig eitt skiptið á djamminu að ég hitti sjúkraþjálfarann minn og fór að spjalla við hann. Mér fannst hann nú verða eitthvað skrítinn á svipinn gaurinn svo ég ákvað nú að vera ekkert að bögga hann ef þetta væri nú svo ekki hann. Allt kvöldið var ég svo að pæla í hvort þetta væri hann eða ekki og komst að þeirri niðurstöðu að svona hryllilega ómannglögg gæti ég bara ekki verið og því væri þetta hann. Á mánudeginum átti ég svo tíma hjá honum og þakkaði honum fyrir síðast. "Hvað meinarðu?" Jú á Oliver... "Aldrei farið þar inn...!!" Og ég blá edrú. Hvernig er þetta hægt?????
posted by Thorey @ 17:31   2 comments
fimmtudagur, mars 02, 2006
Skrítinn dagur

Þetta var svona dagur tilfinninga, staðreynda og verkefnavinnu. Dagur sem þurfti að koma líklega. Ég tók eiginlega allan tilfinningaskalann í dag þegar ég fékk þær fréttir að sprauturnar í Mexico sem ég hafði verið að hugsa um, muni ekki virka. Heyri síðan að hægt sé að laga þetta með aðgerð og ég komin á fulla ferð eftir 3 mánuði en heyri svo að ég gæti byrjað að æfa eftir 3 mánuði en ekki sjéns á að geta stokkið þá alveg strax. Ég hef talað við c.a 6-7 lækna og allir segja þeir misjafnt og að þeirra aðferð sé sú besta og ég eigi að fara eftir þeirra ráðum. Ekkert skrítið að maður sé orðinn dofinn af rugli í hausnum.

Aumingja krakkarnir sem ég er í verkefna vinnu með. Það er msn, skype, símtal til Þýskalands og USA á milli matlab kóða og skýrslugerðar. En þrátt fyrir að dagurinn hafi verið eiginlega ömurlegur þá er það nú þessu brjálaða verkefni að þakka að ég fer í rúmið sátt við lífið. Ég kynntist nefninlega frábærum krökkum í gegnum verkefnið og þeim tekst að halda brosinu á lofti. Það er eiginlega bara langt síðan að ég hef hlegið svona mikið :) Búin að vera í allt of djúpum pælingum síðustu mánuði.

Ég vona að ákvarðanartakan fari að taka enda og ég geti komið smá ró á hugann minn.
posted by Thorey @ 23:02   8 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile