the
 
the
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Die Luftbrücke

Ég veit ekki hversu mörg ykkar vita eitthvað um sögu Þýskalands. Það var mjög áhugaverður framhaldsþáttur í sjónvarpiu um daginn. Þessi þáttur (2 hlutar og hvor hlutur um 2 og hálfur tími) var um Die Luftbrücke eða Loftbrúna. Það var ekki nægjanlega lagt á fólk með stríðinu eingöngu heldur er hreint ótrúlegt hvað það dróg langan dilk á eftir sér. Eftir stríð var Berlín deilt í 4 hluta. Frakka, Englendingar, Ameríkanar og Sovétar réðu yfir einum hlut hver. Sovétar börðust fyrir því að Vestur-Berlín yrði ekki gerð að svokölluðum Weststaates heldur vildu sjálfir ráða yfir borginni. Stalín lokaði þá bara V-Berlín af og var engu komið inn eða út úr borgarhlutanum og þar að auki var enginn rafstraumur.

Berlínbúar gáfust samt ekki upp og stjórnuðu ameríkanar innflutningi inn í borgina með flugvélum eða "Rosinenbombers". Var mat einfaldlega kastað úr flugvélum sem sveimuðu yfir borgina. Á þessum tíma bjuggu 2,2 milljónir manna í borginni svo það er rétt hægt að ýminda sér hverslags framtak þetta var. Fólk stóð saman í að láta ekki Stalín komast upp með slíka kúgun og að lokum, nánar tiltekið 15 mánuðum seinna, gafst hann upp og borgin var opnuð á ný.

Sel þetta samt ekki dýrara en ég keypti það þar sem þýskan mín er nú ekkert alveg orðin hundrað prósent :)
Fannst þetta samt áhugavert því ég hef hreinlega aldrei heyrt um þennan atburð. Fjöldi fólks sem dó úr hungri þrátt fyrir að flugvélar flugu þétt og var oft aðeins 1 mín á milli flugtaks.

Annars hef ég það bara ágætt. Er að koma heim eftir tvo daga og er bara á fullu að pakka og klára hluti sem þarf að klára. Jólagjafir og annað. Æfði annars svakalega í dag. Fullt hoppprógramm í morgun og svo 20x30m fljúgandi spretti með rafmagnstímatöku í dag.

Í dag er stór dagur í sögu frjálsíþrótta á Íslandi. Fyrsta frjálsíþróttahöllin var opnuð og í fyrsta sinn verður hægt að æfa almennilega heima. Hlakka til að kíkja við og taka næst þessa 30m fljúgandi á Íslandi :)

Til hamingju frjálsíþróttafólk!!!!!!!!
posted by Thorey @ 23:27   2 comments
laugardagur, nóvember 26, 2005
Baby baby baby light my way....

Já U2 er kominn aftur á fóninn. Þeir klikka aldrei. Lang lang lang lang bestir!!!!

Það er semsagt laugardagur og letin í hámarki. Hér bara snjóar og snjóar og dagurinn er varla kominn þegar hann er farinn. Bara nákvæmlega eins og heima. Ég lét mig þó hafa það (eins og allir frjálsíþróttamenn gera á Íslandi á hverjum degi) og hljóp 5x200 úti. Hressandi! Það var nú samt ekki meira hressandi en það en ég fór beint upp í rúm aftur þegar ég kom heim og steinsvaf. Það sem kom mér framúr aftur var hugsunin um að setja núna Achtung Baby á fóninn og kaffibolli. Ég er ekkert frá því nema það sé að virka. Ætla að setja kraft í mig og taka til :) Læra svo að sjálfsögðu. Annars eru litlu gríslingarnir mínir að koma í kvöld (Silke og Floé) því Danny og Lars eru að fara að keppa í dýfingum og það verður í sjónvarpinu. Við stelpurnar ætlum semsagt að horfa á sigurinn þeirra hérna og borða Nachos....

Í gærkvöldi gerði ég dálítið sem ég geri nú ekki oft eða réttara sagt bara einu sinni gert það áður. Fór á danssýningu hjá nútíma balltetflokki í Köln. Fór með Eddu sem er stelpa sem ég kynntist í gegnum Alinu. Sýningin hét Signs of Fire og var bara fín. Æðislegt að sitja og njóta bara í botn. Kom svo bara snemma heim eða um 22 en þá var fullt hús hjá Sebastian í videokvöldi. Myndin var akkurat að byrja þegar ég kom svo tímasetningin hefði ekki getað verið betri. Þessi mynd var nú samt bara hreinlega ljót. Svona eins og ömmur myndu orða það. Já ljót!! Þetta var myndin "The Exorcism of Emily Rose" Svo dreymdi mig auðvitað upp úr henni í nótt.

Hugrún setti texta á síðuna sína úr bókinni "The lifes little instructions book"og ég ætla að nota nokkrar setningar hérna af og til. Mér finnst mikið af þessu rétt og eitthvað sem maður ætti að tileinka sér.

-Hældu þremur manneskjum á dag

-Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári

-Vertu fyrri til að heilsa

-Leggðu meira upp úr húsnæði en bílum

-Vertu umburðarlyndur gagnvart sjálum þér og öðrum
posted by Thorey @ 14:31   2 comments
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Veðrið

er verra hér en á Íslandi! Og er spáð svoleiðis alla vikuna. Hvað er að gerast eiginlega....
Ég held ég komi bara heim.
Annars væri ég sko mest til í að stinga af til Tenerifa í 2 vikur eða svo. Bara sól, sjór og leti.

Það gengur samt alveg ágætlega hjá mér. Fékk enn eina sprautuna í öxlina í gær, beint í sinina framan á rotator. Læknirinn sagði að kúlan stendur aðeins og mikið fram en ekki beint á disknum. Mér fannst það nú ekkert alltof gaman að heyra en ég get bráðum farið að styrkja hana alla aftur frá byrjun með allskonar smáæfingum og þá ætti hún að festast á réttum stað.

Í fyrradag eldaði ég fyrir lækninn minn, konuna hans, Tim og Alinu íslenska lúðu í lime marineringunni sem ég var búin að skrifa hérna einhvern tíma upp. Tókst hrillilega vel og allir voða ánægðir með íslenska fiskinn. Enda besti fiskur í heimi!!
posted by Thorey @ 08:27   5 comments
laugardagur, nóvember 19, 2005
Hvolpar

Hvolparnir hennar Stássu eru nú farnir að stækka og verða svolítið krúttlegir. Mamma og pabbi hafa ákveðið nöfnin Kátur, Kópur, Kara og Kilja. Hrikalega sætt. Þeir verða semsagt skráðir í ættbók með Keilis- fyrir framan (Keilis-Kátur os.frv.) því það er ræktunarnafnið þeirra. Þeir sem kaupa hvolpana meiga svo alveg skíra bara eins og þeir vilja. Engin spurning samt að ég hefði valið nöfnin Stöng, Rá, Tartan og Gaddar....

Sjáið svo krúttin:





Þeir eru til sölu og þið getið haft samband við mig á thorey@thorey.net eða beint við seljendurna sem eru mamma og pabbi á keilir@hive.is

Puppies for sale!! My parents are breeding icelandic sheepdogs and this is the newest stuff...
posted by Thorey @ 12:33   5 comments
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Sparsöm húsmóðir

Nei það er ekki ég...
Það var fréttaskot hérna áðan: Sparsamasta húsmóðir Þýskalands. Sú sem hlýtur þann titil hlýtur að vera super sparsöm því þjóðverjar eru jú konungar nískupúkanna. Þessi ágæta kona eyðir 75 evrum á viku með tvö börn!! Það gera um 20.000kr á mánuði fyrir þrjá einstaklinga (~7000 kr pr mann/mánuð). Það var allsekki að sjá inni hjá henni að hún væri fátæk eða ætti í miklum erfiðleikum þannig séð. Hún er þessa stundina að skrifa bók um hvernig sé hægt að spara og er nú líklega hægt að finna ýmis góð ráð þar og önnur mis góð...

Hún sýndi servíttuhringina sýna úr klósettrúllupappa, nælonsokkabuxnanýtingu og útrunnu matvörurnar sem eru enn hið mesta góðgæti. Nammimann!!

Staðan á mér er annars betri. Öxlin er öll að koma til og finn ég mun til batnaðar á hverjum degi. Var í þriðju sprautunni í dag og gekk það alltsaman vel. Í leiðinni álpaðist ég inn í bílabúð og féll fyrir einum svakalegum. Kannski maður kaupi kannski sinn fyrsta bíl bráðlega. Orðin frekar þreytt á að vera alltaf á hjóli út í búð, röfla um að fá lánaðan bíl hér og þar eða taka lestar til læknis osfrv. Ég er svosum ekkert alltof æst í að fá mér bíl en það er kannski kominn tími til að fara hugsa málið alla vega.

English (mér finnst nú hálf hallærislegt að vera að þýða þetta svona en .. æ jæja..)

I was watching tv today and they were talking about a woman who takes care of her money. This woman spends 75 euros a month for her and her two kids. Unbeleavable!! Well she is german and they are really good at not spending money...
She did not look poor or anything and now she is writing about about this all. She wants to tell other people her secrets so they can do this too. I´m sure some is good but alot is totally to extreme.

My shoulder is better and I got my third injection in it today. I feel better and better every day and hope I can maybe start to jump again in 2 or 3 weeks.
I also went to a carshop today and I might buy my first car ever in the next two weeks sometime....
posted by Thorey @ 18:51   9 comments
mánudagur, nóvember 14, 2005
Lífið heldur áfram

(english version below for a-mob and aaron)

Fékk smá sjokk í síðustu viku. Meiddi mig aðeins í öxlinni en það lítur út fyrir að það muni gróa fyrr en átti að gera við fyrstu athugun. Það var mikill léttir að heyra það. Hún er þegar orðin miklu betri heldur en fyrst svo ég verð orðin 100% áður en ég veit af.
Það er þó lán í óláni að þetta er öxl því ég get þá hlaupið og unnið ennþá í hraðanum sem er eiginlega mikilvægast fyrir mig að æfa núna.

Vá ég er að fatta núna hvað mig dreymdi í nótt. Hehe.. Mig dreymdi Sigrúnu Fjeldsted. Ég var að horfa á hana keppa en gat ekki sjálf keppt útaf öxlinni. Hún var eins og elding í aðhlaupinu því hún var svo hröð en hnéð seig alltaf við útkastið svo spjótið fór ekki langt. Ég var að segja henni eitthvað til og að deila því með henni að þegar ég er svona hröð... (je right) þá hnígi ég líka
í hnénu í uppstökkinu. Var eitthvað að segja henni að byrja að auka hraðann seinna og vera með meiri spennu í kroppinum við útkastið....

Smá heilaþvegin af íþróttum.....

Verð duglegri að blogga næstu daga.

English
Hey guys its nice of you to be "reading" my blog but sad that you cant understand anything. This time i´m not really saying anything special so I´m not going to translate it this time. I might start to translate it though in some cases.
I was just telling people that I hurt my shoulder and I cant train as I would like to right now but no panic because it will heal sooner than the doctors thought first.
posted by Thorey @ 08:40   8 comments
föstudagur, nóvember 04, 2005
Já já ágætis dagur bara..

Ég vissi að dagurinn yrði betri en svona leiðindadagar verða bara að vera inn á milli svona. Annars væri lífið of skemmtilegt!

Það er víst kominn nýr klukkuleikur á kreik og var það hún Rakel sem klukkaði mig. Hér kemur það:

núverandi föt: er í gallabuxum og svörtum bol
núverandi skap: ágætt
núverandi hár: ljóst niður undir eyru
núverandi pirringur: höfuðverkurinn
núverandi lykt: intense, boss
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: læra
núverandi skartgripir: þríkrossinn
núverandi áhyggja: hlauppokinn sem ég var að borða en ég þarf að hlaupa 5x200 á morgun og tilhugsunin um hlauppokann þá á eftir að láta mér verða meira óglatt en venjulega
núverandi löngun: rúmið mitt
núverandi ósk: læt ekki upp, óskin er í hjartanu....
núverandi farði: smá púður, sólarpúður, maskari og brúnn augnskuggi
núverandi eftirsjá: þær eru nokkrar..
núverandi vonbrigði: margt og mikið og ekkert....
núverandi skemmtun: góð bíómynd
núverandi ást: lífið sjálft og þeir sem tengjast mínu eigin
núverandi staður: Leverkusen
núverandi bók: Þú ert það sem þú borðar
núverandi bíómynd: Love Acutally
núverandi íþrótt: Stangarstökk
núverandi tónlist: James Blunt
núverandi lag á heilanum: Goodbye my Lover með James Blunt
núverandi blótsyrði: Scheise
núverandi msn manneskjur: 57
núverandi desktop mynd: gullfoss í klakaböndum. Mynd sem pabbi tók síðasta vetur.
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: að horfa á Italian Job
núverandi manneskja sem ég er að forðast: stundum allir, stundum enginn
núverandi dót á veggnum: hluti úr rá og mini stangarstökksstöng. Við hliðina er ég búin að tússa markmið mitt fyrir 2006

Ok þá klukka ég Hugrúnu, Silju Úlfars, Sigrúnu Fjeldsted, Eyju og Hildi mína í Danmörk.
posted by Thorey @ 20:23   3 comments
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Það hlaut að vera eitthvað jákvætt við þennan dag!!

Mamma var að segja mér að hún og pabbi eiga 32 ára brúðkaupsafmæli. ... Og já hún þurfti að segja mér það, ekki alveg með svona hluti á hreinu... roðn..

Mamma sagði að hún ætlaði, í tilefni dagsins, láta pabba bjóða sér á american style. Aldrei verið háar kröfur á þessum bæ :)

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELKSU FORELDRAR OG BON APPETIT!!
posted by Thorey @ 18:29   9 comments
ÚFF

hvað ég er fegin að þessi dagur er búinn. Merkilegt hvað sumir dagar geta stundum verið hræðilegir á meðan sá næsti getur kannski verið æði. Ég held allavega að dagurinn á morgun verði betri en sá í dag.
En slæmu dagarnir eru svo þess virði fyrir góðu dagana..... :)

Ég eldaði mér þó graskerssúpu í hádeginu. Fann þessa uppskrift í bókinni "Þú ert það sem þú borðar" og er hún hrikalega holl alveg. Bara vatn með grænmetisteningi, graskeri, sætum kartöflum, gulrótum og lauk látið sjóða í um 5-8 mín og svo skellt i matarvinnsluvél ásamt handfylli af steinselju og fáfnisblöðum.
Allt og sumt!!

Ég keypti mér þessa matarvinnsluvél í vikunni og ég ætla sko að vera duglega að nota hana fyrir allskonar grænmetisrugl og ávaxtasull. Svo hollt og gott eitthvað.
posted by Thorey @ 18:02   2 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile