the
 
the
laugardagur, nóvember 19, 2005
Hvolpar

Hvolparnir hennar Stássu eru nú farnir að stækka og verða svolítið krúttlegir. Mamma og pabbi hafa ákveðið nöfnin Kátur, Kópur, Kara og Kilja. Hrikalega sætt. Þeir verða semsagt skráðir í ættbók með Keilis- fyrir framan (Keilis-Kátur os.frv.) því það er ræktunarnafnið þeirra. Þeir sem kaupa hvolpana meiga svo alveg skíra bara eins og þeir vilja. Engin spurning samt að ég hefði valið nöfnin Stöng, Rá, Tartan og Gaddar....

Sjáið svo krúttin:





Þeir eru til sölu og þið getið haft samband við mig á thorey@thorey.net eða beint við seljendurna sem eru mamma og pabbi á keilir@hive.is

Puppies for sale!! My parents are breeding icelandic sheepdogs and this is the newest stuff...
posted by Thorey @ 12:33  

5 Comments:

At 2:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æj.....
DÚLLURNAR!!!
Ekkert smá sætir... Kristófer væri sko örugglega til í að hafa einn svona voff voff =O)
Það kemur síðar! :P
Miss you!
hafðu það gott
KV
Dittó og Rakel

 
At 3:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís...
jiii hvað þeir eru sætir og myndarlegir...
hehe þín nönf eru fyndin... hehe! ég hefði skýrt þá eitthvað í þeim dúr! Vignir fær að skýra nýja hvolp Gunnu og heitir hann Júdó nafni... hehe sportid fer langt með manni!
kveðja
Silja

 
At 10:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ææ hvað þeir eru sætir, ég er ekki búin að fara og skoða þá ennþá en mig langar nú svoldið að kíkja. Til hamingju með þá :) Já og þetta voru frábær nöfn hjá þér, ég hvet þig til að skíra framtíðarhundinn þinn einhverju af þessum nöfnum ;) kveðja Bryndís

 
At 8:44 f.h., Blogger Hildur said...

Ekkert smá sætir hvolpar :o)

 
At 11:53 f.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Þeir eru alveg mest sætir og krúttlegir. Mig langaði bara til að fá að knúsa þá og kjassa!
Algjör rassgöt.
Auðvitað smitast maður af íþróttinni, hún á jú yfirleitt allan manns huga :)

Hafðu það gott,

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile