the
 
the
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Sparsöm húsmóðir

Nei það er ekki ég...
Það var fréttaskot hérna áðan: Sparsamasta húsmóðir Þýskalands. Sú sem hlýtur þann titil hlýtur að vera super sparsöm því þjóðverjar eru jú konungar nískupúkanna. Þessi ágæta kona eyðir 75 evrum á viku með tvö börn!! Það gera um 20.000kr á mánuði fyrir þrjá einstaklinga (~7000 kr pr mann/mánuð). Það var allsekki að sjá inni hjá henni að hún væri fátæk eða ætti í miklum erfiðleikum þannig séð. Hún er þessa stundina að skrifa bók um hvernig sé hægt að spara og er nú líklega hægt að finna ýmis góð ráð þar og önnur mis góð...

Hún sýndi servíttuhringina sýna úr klósettrúllupappa, nælonsokkabuxnanýtingu og útrunnu matvörurnar sem eru enn hið mesta góðgæti. Nammimann!!

Staðan á mér er annars betri. Öxlin er öll að koma til og finn ég mun til batnaðar á hverjum degi. Var í þriðju sprautunni í dag og gekk það alltsaman vel. Í leiðinni álpaðist ég inn í bílabúð og féll fyrir einum svakalegum. Kannski maður kaupi kannski sinn fyrsta bíl bráðlega. Orðin frekar þreytt á að vera alltaf á hjóli út í búð, röfla um að fá lánaðan bíl hér og þar eða taka lestar til læknis osfrv. Ég er svosum ekkert alltof æst í að fá mér bíl en það er kannski kominn tími til að fara hugsa málið alla vega.

English (mér finnst nú hálf hallærislegt að vera að þýða þetta svona en .. æ jæja..)

I was watching tv today and they were talking about a woman who takes care of her money. This woman spends 75 euros a month for her and her two kids. Unbeleavable!! Well she is german and they are really good at not spending money...
She did not look poor or anything and now she is writing about about this all. She wants to tell other people her secrets so they can do this too. I´m sure some is good but alot is totally to extreme.

My shoulder is better and I got my third injection in it today. I feel better and better every day and hope I can maybe start to jump again in 2 or 3 weeks.
I also went to a carshop today and I might buy my first car ever in the next two weeks sometime....
posted by Thorey @ 18:51  

9 Comments:

At 7:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Your blog is really pleasant! Keep up this great work. Here's what a lot of people are searching for: scommesse calcio . More than scommesse calcio

 
At 9:40 e.h., Blogger Hildur said...

Kominn tími til að kaupa bíl!!!

Konni drepst örugglega úr öfund ef hann fréttir á þér á bens eða bmw á hraðbrautinni í þýskalandi. En hann fréttir það, hvort sem þú færð þér svoleiðis drossíu eða ekki.

Gangi þér vel dúlla :o)

 
At 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir for the English version Thorey - you're a sweetheart!

I'm off to Rome for the weekend! Yaaaaaaaaaaaaaaaaaayyyyy!

- Aaron

 
At 2:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oops - I almost forgot: I hope your shoulder feels better soon!

Happy Icelandic language day to you all!

- Aaron

 
At 8:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi hvað þetta er ekta þú Þórey !
Ótrúlega góð og hugulsöm, að nenna að skrifa líka á ensku fyrir forfallna aðdáendur ! ;) Kveðja Hugrún (sem er að kommenta í annarri tölvu og man ekki leyniorðið enn eina ferðina hehe !)

 
At 8:36 e.h., Blogger Thorey said...

Hehe takk Hugrún.
Þessir gaurar eru búnir að vera að nöldra um þetta of lengi svo ég ákvað að prófa. Veit ekki hversu lengi þetta endist samt. Þeir munu þó aldrei fá nema hluta...

Hildur, ég er nú eitthvað að bakka með þennan bíl því ég var að sjá hvað það kostar að tryggja fyrir mig. Um 160 evrur á mánuði bara að tryggja bílinn!! Sjæse. Getur verið að ég leigji bara bíl og er inní því full trygging. Veit meira um þetta mál eftir helgi. Fer pínu eftir verðinu sem ég fæ bílinn á. Marc er að reyna að semja um "gott" verð. (Þó alltof dýrt... úff )

 
At 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mercedes-BENZ?

Kv.ghj

 
At 12:32 e.h., Blogger Thorey said...

Það eru ekki allir kóngar..

 
At 5:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Your Blog. It's educational. I can advise you to go on this website if you're looking for scommesse sportive . You'll find only scommesse sportive

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile