the
 
the
mánudagur, nóvember 14, 2005
Lífið heldur áfram

(english version below for a-mob and aaron)

Fékk smá sjokk í síðustu viku. Meiddi mig aðeins í öxlinni en það lítur út fyrir að það muni gróa fyrr en átti að gera við fyrstu athugun. Það var mikill léttir að heyra það. Hún er þegar orðin miklu betri heldur en fyrst svo ég verð orðin 100% áður en ég veit af.
Það er þó lán í óláni að þetta er öxl því ég get þá hlaupið og unnið ennþá í hraðanum sem er eiginlega mikilvægast fyrir mig að æfa núna.

Vá ég er að fatta núna hvað mig dreymdi í nótt. Hehe.. Mig dreymdi Sigrúnu Fjeldsted. Ég var að horfa á hana keppa en gat ekki sjálf keppt útaf öxlinni. Hún var eins og elding í aðhlaupinu því hún var svo hröð en hnéð seig alltaf við útkastið svo spjótið fór ekki langt. Ég var að segja henni eitthvað til og að deila því með henni að þegar ég er svona hröð... (je right) þá hnígi ég líka
í hnénu í uppstökkinu. Var eitthvað að segja henni að byrja að auka hraðann seinna og vera með meiri spennu í kroppinum við útkastið....

Smá heilaþvegin af íþróttum.....

Verð duglegri að blogga næstu daga.

English
Hey guys its nice of you to be "reading" my blog but sad that you cant understand anything. This time i´m not really saying anything special so I´m not going to translate it this time. I might start to translate it though in some cases.
I was just telling people that I hurt my shoulder and I cant train as I would like to right now but no panic because it will heal sooner than the doctors thought first.
posted by Thorey @ 08:40  

8 Comments:

At 7:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe. Hvad aetli tessi draumur tydi..?? Eg hef hann bak vid eyrad a naestu kastaefingu ad kikkna ekki i hnenu, coach!! :)
Sigrun

 
At 7:34 e.h., Blogger Thorey said...

Já Sigrún ekki gleyma að vera upprétt og með spennu í fótunum við útkastinu...

Ég held mér hafi dreymt þetta því ég las bloggið þitt í gærkvöldi og þar stóð að þú værir að kasta og það gengi vel. Ég man hvað þú varst rosalega hröð í atrennunni í draumnum og að hnéð hafi kiknað er líklega komið frá Helsinki martröðinni minni sem var þó raunveruleiki.
Semsagt með kiknandi hné á heilanum og sömuleiðis hraðar atrennur því mín er ekki enn orðin nógu hröð. (verður það þó þetta árið!!!)

 
At 7:49 e.h., Blogger Hildur said...

Gott að heyra að þér líði betur :o)

 
At 7:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að þetta lítur betur út en fyrst var talið. Gangi þér vel Kveðja Bryndís

 
At 9:47 e.h., Blogger Thorey said...

Takk skvísur :)

Ég ætlaði auðvitað að skrifa "Ég held MIG hafi dreymt þetta... blabla..."
Alveg versta fall af þágufallssýki hér á ferð.
Afsakið...

 
At 12:38 e.h., Blogger Hildur said...

Ég elska þágufallssýki...

nema ég segi alltaf ég hlakka svo til en ekki mér hlakkar svo til af því ég lærði það í laginu..

ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til...

 
At 11:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk Thorey,

thank you for writing in english for the icelandic impaired readers;)

hope your shoulder will get better soon.

have a great week.

 
At 6:20 e.h., Blogger oli said...

hi mjög töff siða:)

eg var að pæla hvort þu gætir hjalpad mer og sagt mer hvernig þu setur inn "links" eg er buin ad vera med blogg i sma tima og er ekki að fatta þetta :/ bloggið mitt er www.obe999.blogspot.com þad væri æðislegt ef þu gætir hjalpad mer i þessu :) sendu bara uððlysingarnar i obe999gmail.com

takk:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile