the
 
the
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
ÚFF

hvað ég er fegin að þessi dagur er búinn. Merkilegt hvað sumir dagar geta stundum verið hræðilegir á meðan sá næsti getur kannski verið æði. Ég held allavega að dagurinn á morgun verði betri en sá í dag.
En slæmu dagarnir eru svo þess virði fyrir góðu dagana..... :)

Ég eldaði mér þó graskerssúpu í hádeginu. Fann þessa uppskrift í bókinni "Þú ert það sem þú borðar" og er hún hrikalega holl alveg. Bara vatn með grænmetisteningi, graskeri, sætum kartöflum, gulrótum og lauk látið sjóða í um 5-8 mín og svo skellt i matarvinnsluvél ásamt handfylli af steinselju og fáfnisblöðum.
Allt og sumt!!

Ég keypti mér þessa matarvinnsluvél í vikunni og ég ætla sko að vera duglega að nota hana fyrir allskonar grænmetisrugl og ávaxtasull. Svo hollt og gott eitthvað.
posted by Thorey @ 18:02  

2 Comments:

At 6:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 12:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmm, nú sakna ég þess að vera á msn. Slæmir dagar eru aldrei skemmtilegir en reyndar er það satt að slæmar stundir kenna manni að meta betur góðu stundirnar. Farðu vel með þig *** Kveðja Hugrún (kommenta svona því ég er búnað gleyma passwordinu , algjör lúser hehe!)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile