the
 
the
föstudagur, október 14, 2005
Uppruni lífsins

Er einhver til í að koma með mér á fyrirlestur í Háskólabíó á laugardag kl 14 sem mun fjalla um uppruna lífsins??
Ég ætla allavega að fara því ég þekki marga ameríkana og trúarbrögð koma gjarnan upp í umræðuefni. Eins og þið vitið á guð að hafa skapað himin og jörð og allt sem til er og mennirnir komu til jarðarinnar í þeirri mynd sem þeir eru í í dag.

Ég er oft að velta því fyrir mér hvort trúin okkar og vísindi passi saman. Ég trúi á þróunarkenninguna en samt langar mig til að trúa því líka að guð sé til.

Endilega látið mig vita ef ykkur langar að koma með mér.
posted by Thorey @ 11:37  

2 Comments:

At 7:35 e.h., Blogger Hildur said...

Þetta minnir mig á frænku mína í USA sem sagði við mig einu sinni: "það er í góðu lagi að horfa á animal planet, en passaðu þig á einu, þeir segja að við séum komin af öpum" og ég er ennþá að hlægja af henni 9 árum síðar :o)

Góða skemmtun og vonandi færðu einhvern með þér. Ég kemst því miður ekki :o(

Knús, Hildur

 
At 2:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta ! Hei mig sem langaði einmitt svo að skella mér ! HEld samt því miður ég komist ekki því mamma er að koma í bæinn og ég ætla í búðir með henni á morgun og við að eyða deginum saman- synd fyrirlesturinn sé ekki frekar á sunnudeginum en góða skemmtun ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile