the
 
the
laugardagur, október 01, 2005
Meira um karlmenn...

Ég ætlaði nú að láta þetta bara gott heita um karlmenn en eftir atburði gærkvöldsins verð ég bara aðeins að kvarta meira undan þeim.

Ég fór með Ylfu og vinkonum hennar á Oliver. Jújú voða gaman en hvar er kurteisin hjá íslenskum karlmönnum?? Til að byrja með var ég að reyna að vera þolinmóð og svara athugasemdum yfirveguð en var komin með nóg undir kvöldið og gaf þeim sama attitude tilbaka. Af hverju er ekki hægt að sýna manni smá respect? Það er gaman þegar fólk tekur sig tali við mig um stangarstökkið og önnur málefni en leiðinleg komment sem eiga að hljóma kúl eru frekar þreytandi.
Strákar, rifjið upp mannasiðina!!

......Albert, kannski er þarna ástæðan fyrir því að ég er á lausu.......

Í kvöld er svo innflutningspartý hjá Sólveigu og Sjonna en spurning hvort maður láti bæinn ekki bara eiga sig í kvöld og njóti þess bara að vera í góðra vina hópi.
posted by Thorey @ 17:33  

1 Comments:

At 9:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Leiðinleg komment, hvað voru þeir að segja? En já það er annars frekar mikið af ofnotuðum, sjúskuðum og skemmdum úldnum fiskum í sjónum (=á djamminu). Merkilegt hvað getur stundum verið erfitt að finna góðu vönduðu fiskana. :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile