the
 
the
mánudagur, september 12, 2005
Frí!

Þá er tímabilið á enda og ég loksins komin í kærkomið frí. Þegar maður finnur að formið er farið þá er ekkert betra en að miður september sé runninn upp. Síðasta mótið fór nú bara alveg eins og ég bjóst við. Sem betur fer var byrjunarhæðin bara 4,20 svo ég komst þó einu sinni yfir ránna...... Nú er bara að koma sér í form fyrir næsta ár, halda sér heilum og þá verður stokkið yfir fleiri hæðir.

Gala kvöldið var svo annar hápunktur ferðarinnar. Þar voru allir bestu íþróttamennirnir (með mig sem aukahlut....) samankomnir uppdressaðir og sætir. Verðlaunaafhendingar og svo matur sem bragðaðist bara hreint út sagt hræðilega. Ég er nú mikil matarmanneskja og kann að meta góðan, furðulegan og skrítinn mat en þetta var bara vont. Við gáfumst því fljótlega upp á að sitja þarna og fórum á röltið um hótelið en einn vinur okkar er að fara að gifta sig eftir 2 vikur og var fólk að fagna því. Svona hálfgert steggjapartý með stelpum þó. Þið þekkið nú þennan félaga þó líklega því þetta er fyrrverandi þjálfari Guðrúnar Arnardóttur. Hann heitir Paul Doyle.

Kvöldið tók þó enda og ferðin og góða veðrið líka. Ég er mætt til Leverkusen aftur núna og verð hérna allavega í viku áður en ég kem svo heim til Íslands. Ég eyði vikunni bara í lærdóm og rólegheit með vinum en svo stökkva strákarnir á sínu síðasta móti þann 17.sept. Þeir fá allir BMW að láni alla vikuna því þeir eru styrktaraðilar frá mótinu svo það verður rúntað mikið :)
Eftir það mót ætla ég að reyna að fá að fara með Tim Lobinger til eins læknis í München sem á að vera algjör galdramaður fyrir hásinavandamál. Vonandi getur hann galdrað aðeins á mér og læknað mig af þessum óþverra.

Rens Blom eða Sir Rens Blom eins og hann heitir núna ætlar svo að halda upp á heimsmeistaratitilinn sinn þann 23.sept svo kannski ég fari ekkert heim fyrr en eftir það. Mig langar mikið til að fagna með honum því hann er mjög góður vinur minn hérna og kærastan hans líka. Ég er hrikalega stolt af honum.

En núna ætla ég að ráðast í heimadæmi sem eiga að skilast í dag og á morgun en ég hef að sjálfsögðu ekki opnað bók síðan um miðja síðustu viku.

Ég læt hérna fylgja með eina mynd en ég skelli inn nokkrum myndum svo á thorey.net mjög fljótlega í dag eða á morgun. Við flugum nefninlega með þyrlu frá Nice til Monaco því vegurinn þar á milli var lokaður vegna áreksturs. Við hefðum þurft að keyra einhvern lítinn veg sem var þá fullur af bílum og hefði það tekið eilífð svo við skelltum okkur bara á eina þyrlu.... aðeins 7000kr á mann....

posted by Thorey @ 08:44  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile