the
 
the
laugardagur, ágúst 06, 2005
Undankeppnin er á morgun!!

Ég er mætt til Helsinki og hef það bara fínt. Hér er nú frekar kalt þó og ég er bara að frjósa allan daginn.... brrrrr
Ég er tilbúin í slaginn á morgun og þrátt fyrir kulda, rigningu eða mótvind ætla ég mér að stökkva nógu hátt til að komast áfram í úrlitin. Ég verð að fara 4,45 til að komast í úrslit og ég fer á völlinn á morgun full sjálfstraust enda sjaldan verið í betra formi.

Bráðlega ætla ég að fara í mat og svo verður kvöldinu eytt í rólegheit. Horfi á bíómynd mjög líklega.

Meldi mig á morgun eftir keppni.
Krossið fingur bitte
posted by Thorey @ 15:52  

10 Comments:

At 8:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ dúlla!
Ætlaði bara að segja gangi þér rosalega vel á morgun! Ég ætla sitja límd við skjáinn með krossaða putta og tær! (maður frestar sko málningarvinnu fyrir þig! ;o)
Kristófer gerir eflaust það sama, hann er með ömmu og afa í sumarbústað svo ég geti málað!
Gangi þér rosalega vel! Þú getur þetta vel! =O)
ÁFRAM ÞÓREY!!!!
Kveðja
Rakel og Kristófer!

 
At 9:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sendum baráttustrauma að heiman og krossum fingur -
Við vitum að þú getur þetta.
Verst hvað þér er kalt!

Kveðja
M+P

 
At 11:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér rosalega vel á morgun. Allir eru að hugsa til þín og við fylgjumst spennt með.
Kv. Albert og Guðrún.

 
At 12:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

gangi þer bara allt í hagin góða ;)
JHG

 
At 4:04 e.h., Blogger Hildur said...

Hæ, var einmitt að reyna ná á þig í gær. Við vorum á djamminu og barst talið að svona keppnum og spurningum í trivial spilinu. En þar er spurt um kynprófið og var mikið hlegið af því (útskýrir kannski undarleg sms ef þau bárust þér).
Annars gangi þér rosalega vel. Ég ætla að athuga hvort ég nái þér í imbanum hér...

Knús og kossar frá okkur Hildur og Hákon

 
At 3:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Leitt að heyra að þú misstir af úrslitunum í ÞETTA SINNIÐ. Þú átt mikið inni og það gengur bara betur næst. Bless frá Jay og Guðrúnu

 
At 11:33 f.h., Blogger Anna Sigridur said...

Já, Þórey Edda, þér gengur bara betur á næsta móti!!! :)

 
At 1:02 e.h., Blogger Kristveig said...

Hæ Þórey. Já, leiðinlegt að þetta gekk ekki upp á HM, var að flygjast með þessu í sjónvarpinu. En það gengur bara betur næst!!! ...og talandi um næst... ertu ekki að fara að keppa í Stokkhólmi næst? Ég er sko að fara að flytja til Stokkhólms 23.ágúst. Spurning hvort maður gæti komið að horfa... hvenær er þetta Evrópumót? (er það ekki annars Evrópumót sem verður í Stokkhólmi á næstunni...)

 
At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

http://thorey.w.interia.pl :)))

 
At 10:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ GULLIÐ mitt,

Terve (takk) fyrir síðast, þvílík rigning í Helsinki...maður óð vatn upp að hnjám daginn sem ég fór heim. Var ekki annars bara fínt hjá þér, varstu ekki bara róleg og í góðri slökun.

Þú varst í fréttunum í kvöld sem kannski er ekkert óvenjulegt nema fréttaefni var skondið.....vægast sagt....þér bara bendlað við Berta prins ;o

Hafðu það sem best dúllan mín, heyrumst fljótlega.

Bæ bæ,
Unnur Sig.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile