the
 
the
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Blogg óvilji

Ég er hálf löt að blogga eins og þið sjáið. Dett úr öllu stuði þegar ég fæ engin komment...

Annars bara fínt að frétta. Silja reyndar farin og það er mjög tómlegt hérna án hennar. Fannst alveg frábært að hitta hana og við skemmtum okkur konunglega saman.

Ég keppti í brjáluðum hliðarvindi í Madrid á laugardaginn en gekk samt ágætlega. Náði öðru sætinu á eftir Isinbayevu en hliðarvindurinn virtist nú ekki ná að hindra hana í að setja heimsmet.... nú jæja...

Næst á dagskrá er mót í London á föstudaginn og svo Stokkhólmur á þriðjudaginn. Eftir það er það bara Helsinki here I come.
posted by Thorey @ 16:12  

5 Comments:

At 8:11 f.h., Blogger Lára Hrund said...

Þú verður endilega að halda áfram að blogga, það er svo gaman að lesa eftir þig..... Gangi þér vel að keppa í sumar.

 
At 10:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég skil þig mjög vel með að detta úr skrifstuði ef menn nenna ekki að kommenta- ég held að flestir séu eins, allavega ég enda ekkert gaman að fá ekki viðbrögð frá fólki, bara pirrandi !! :=)

 
At 11:25 f.h., Blogger Thorey said...

Ég ætti kannski sjálf að vera duglegri að kommenta hjá öðrum....

 
At 1:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey
Gott mót hjá þér tala nú ekki um ef það var hliðarvindur,nú er mín upp á bætingu.
Nú er bara að kýla á mótin í London og Stokkhólmi. Við hugsum vel til þín frá Egilstöðum við förum með 39 keppendur og fimm fjölskyldur keyrandi,þannig að það verður allt vaðandi í FH - ingum þarna.
Bestu kveðjur
Heiða og hinir FH - ingarnir

 
At 10:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ.
Sorrí með commentin. Ekki mín sterkasta hlið. En ég kíki á síðuna þín á hverjum degi. En ég skil þig samt vel.

kv. Albert

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile