mánudagur, júní 20, 2005 |
|
HJÚKKET - Passinn kominn í hús!
Jæja þá get ég andað rólegra þar sem passinn er kominn til mín. Á miðvikudag fer ég til Spánar og þaðan heim til að keppa á Bikar svo eins gott að hann hafi komið á endanum.
Annars hef ég það bara fínt. Hér er 35 stiga hiti og maður er einfaldlega að kafna úr hita. Þýðir ekkert annað að draga fram mini pilsin og hlýrabolina :)
Fór í sprautu enn einu sinni í dag. Bakið er nú mun betra en hásinin er aftur orðin verri.. OH en ég vona að hún lagist aftur fljótlega. Ég er núna búin að sofa á svefnsófanum mínum í viku því rúmið mitt er of mjúkt og þar af leiðandi lagast ég ekki nógu mikið í bakinu þegar ég sef í því. Ég er farin að sakna rúmsins mín hérna samt all svakalega því þótt það sé of mjúkt er það svo kósí eitthvað. Rúmið mitt heima á Íslandi er algjör draumur og hlakka ég mest til að liggja í því í 5 nætur!! ÆÐI
Tók til í geisladiskasafninu mínu í dag. Nú er allt komið í röð og reglu og einnig er ég að skirfa allar myndirnar mínar af tölvunni yfir á disk. Betra að eiga backup ef eitthvað skyldi nú gerast..
Jæja farin að sofa Gute Nacht meine schöne Kette |
posted by Thorey @ 21:03 |
|
|
|
|
1 Comments:
Gott að passinn komst í tæka tíð :)
Njóttu veðurblíðunnar í boði sólarvarnar :)
Skrifa ummæli
<< Home