laugardagur, júní 18, 2005 |
|
4,50, en nei, ekki í Tallin..
Ég fékk að stökkva sem gestur á unglingameistaramóti í Mannheim í dag. Ég fór 4,50 og var að fíla mig mjög vel. Því miður þá fór ég ekki til Tallin eins og þið kannski vitið en þetta var algjört klúður hjá mér og svo hótelinu þar sem ég gleymdi honum. Finnst þetta mjög leiðinlegt og skammast mín að sjálfsögðu. Svona lagað á ekki að gerast en maður lærir bara af þessu.
Hér kemur mynd af litla töffaranum mínum, honum Elvari. Afmælisveislan hans var í dag og hann fékk þetta líka fína hjól í afmælisgjöf :)
|
posted by Thorey @ 22:52 |
|
|
3 Comments:
Gaman að heyra að þú sért að standa þig vel- að stökkva 4.50 metra er frábært ! Varðandi mistökin þá eru nú allir mannlegir ****:)
Glæsilegt hjá þér stelpa, innilega til hamingju með 4,50!
Ótrúlega leiðinlegt með Tallinn en svona hlutir geta alltaf gerst, það þýðir ekkert að velta sér uppúr því - þú getur hrósað happi yfir að hafa ekki þurft að borða þennan vibba mat sem krakkarnir hafa verið að kvarta yfir ;)
Hafðu það gott, hlakka til að sjá þig næstu helgi!
Takk stelpur!
Já þetta er víst búið og gert og svona fór þetta og lítið meira sem ég get gert við því.
..nú er bara að vona að passinn komi í póstkassan áður en ég fer í næstu ferð.. á miðvikudag
Skrifa ummæli
<< Home