þriðjudagur, júní 14, 2005 |
|
Í dag er það hann Geirmundur Viðar sem er 1 árs. Til hamingju með afmælið elsku litli frændi minn!! Ég fagna með þér seinna :)
Annars virðist þetta ætla að verða hinn besti dagur fyrir mig líka. Ég stökk í dag á æfingu og gekk það rosalega vel. Fyrsta sinn sem ég fílaði mig vel á fullri atrennu á þessu ári. Ég stökk 4,30 sem er mjög fínt á æfingu. Ég fattaði dálítið í dag sem ég er búin að vera að rugla með á hinum mótunum mínum. Griphæðin er búin að vera fáránlega lág en þá fæ ég lítið skot úr stönginni. Ég er með styttri stangir en síðustu 5 árin en hef verið að halda nánast jafn langt frá efri endanum eins og þá...
Helgin var annars fín. Kíkti út á lífið á laugardagskvöld en var það nauðsynlegt til að lífga aðeins upp á andann. Ég fór með Angi, Caro Enneper (kona læknisins míns) og Eddu, vinkonu Caro. Mjög hressar gellur og skemmtum við okkur mjög vel. Sunnudagurinn fór svo í æfingu, leti og tiltekt. Fór svo með Angi og Randy til Kölnar um kvöldið. Við borðuðum fyrst á ítölskum veitingastað og fórum svo bíó á Sahara. Mér fannst hún mjög góð. Frábær ævintýramynd sem hægt er að hlæja vel að. Á veitingastaðnum heyrði ég fólk tala íslensku og ég varð bara að heilsa því. Þetta var í fyrsta sinn sem ég rekst á Íslendinga hérna.
Svo er Mikki bara laus. Ég fylgdist ekki nógu vel með þessu til að geta dæmt hvort það hafi verið rétt eða ekki. En það sem ég hef heyrt svona eftir á, finnst mér þetta vera réttur dómur. Saklaus þar til sekt er sönnuð og þarna voru bara ekki nægar sannanir. Æ maður veit ekki hverjum maður á að treysta í þessum heimi. Mín regla er að verða sú að treysta aldrei neinum! |
posted by Thorey @ 11:54 |
|
|
|
|
3 Comments:
Hæ hæ, til lukku með að stökkva svona vel á æfingu. Ég er búin að vera að fylgjast dálítið með þessu réttarhaldi og fyrir mér virðist þetta bara sanna það að það er hægt að kaupa kviðdóm í Bandaríkjunum. Í málum fræga fólksins er "beyond resonable doubt" notað mun meira en í málum venjulegs fólks. Gangi þér vel að stökkva í sumar.
Hehe...ég vona að við séum ekki lík hvað fattið varðar. Ég fatta nefilega golfsveifluna ca. 18 sinnum á hring :-) Alltaf að "fattidda".
hehehe já Albert maður er alltaf að fatta hlutina upp á nýtt sem er held ég bara gott. Svo kannski fattar maður og skilur en að framkvæma það er ekki svo auðvelt....
Takk Lára. Já það virðist vera satt sem þú segir með þetta, allavega sleppa þeir allir einhvern veginn.
Skrifa ummæli
<< Home