sunnudagur, maí 29, 2005 |
|
Takmarki dagsins náð
Í fyrsta lagi á hann pápi minn afmæli í dag en hann er nú orðinn 55 ára. Til hamingju með afmælið!!
Ég stökk á nýju stöngunum í dag í fyrsta skipti og fór 4,30. Þar með var tilgangi dagsins náð. Þetta var nú samt algjör þrautarraun því það var 35 stiga hiti og glampandi sól og mótið fór fram á heitasta tíma. Var mætt kl 12 og við lögðum af stað heim kl 18 svo maður var orðinn ansi sveittur!! Ég drakk um 4 lítra á þessum tíma og var svo tekin í dóptest og gat ekki pissað. Ég held það segji nú bara allt um ástandið. Ég var svo komin heim kl 22 og vá hvað það var gott að komast í sturtu og skola af sér öllum þessum svita...... úffff
Er byrjuð á Die Blechtrommel eða Blikktromman eftir Günter Grass. Ég ákvað að skella mér í þýskar bókmenntir en þessi bók er ein sú frægasta eftir þýskan höfund.
|
posted by Thorey @ 21:32 |
|
|
1 Comments:
Ekkert smá stolt af þér að skella þér í þýskar bókmenntir. ÚFF maður ég fæ bara hroll..
Annars er nú ekki alveg eins heitt hér og hjá þér. Við fáum góðan vind frá hafinu jú sí..
Hafðu það gott dúlla :)
Skrifa ummæli
<< Home