the
 
the
mánudagur, maí 09, 2005
Úff ég er enn vakandi en klukkan er að verða 03. Er eitthvað alltof hugsi. Ég er að fara yfir veturinn sem var frekar erfiður fyrir mig þetta árið, klára þó prófin á morgun en keppnistímabil að hefjast. Ég fer í mína fyrstu fer á miðvikudaginn!! Mér finnst ég ekki alveg strax tilbúin í næsta hasar. Ég er þó búin að ákveða að hefja tímabilið rólega. Stökkva bara eins og á æfingu, þ.e á æfingaatrennu á æfingastöngum. Því er ég ekki að fara að búast við neinum stórkostlegum árangri fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð.

En jæja, ég ætla að reyna að sofna. Hvað gerið þið annars þegar þið eruð andvaka?
posted by Thorey @ 00:49  

1 Comments:

At 4:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er það heppin (7-9-13) að verða sárasjaldan andvaka. Það er annars hundfúlt í þau fáu skipti sem það gerist en ég hef fá ráð. Best að vera andvaka ef maður er ekki einn t.d. með köttinn sinn eða já á kærasta sem maður getur þá glápt á sofandi við hliðina :) Svo er hægt að horfa á vídeó en varla hjálpar það manni að sofna ! Best að reyna að hugsa eitthvað róandi því manni hættir til að stressast upp við að vera vakandi og geta ekki sofnað og þá auðvitað á maður ennþá erfiðara með að sofna.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile