the
 
the
mánudagur, apríl 18, 2005
Æ hvað ég svaf vel í nótt í rúminu mínu. Alltaf gott að komast "heim" þótt ferðin hafi verið mjög fín. Eftir 12 tíma flug er manns eigið rúm það besta í heimi!! En ferðin var þó frábær.
Ég fékk nokkur nickname:

--- Selurinn (Sälhund)

kom vegna þess að ég gerði afturábak heljar af 5m háum stökkpalli í svo kalda sundlaug að ég gaulaði eins og selur þegar ég lenti í vatninnu. Það var svo KALT og ég náði ekki andanum. Ég held að það verði gert grín af mér það sem eftir er vegna þessa!!

--- Eure eure eure

Já þau kalla mig þetta virkilega. Við vorum að koma úr supermarkaðnum og ég vildi henda pokunum mínum inn í bíl til strákanna því við Alina vildum kíkja í búðir. Þá sagði ég: "Könnt ihr die tuten in eure eure eure eure (var að hugsa þýskuna!!) zimmer lassen" Mundi ekki orðið zimmer... auli

--- Brunhilde

Þetta er eitthvað ævintýri á þýsku um prinsessuna Brunhilde sem býr á Íslandi. Ekki spurja mig!!

--- Polar bär

Mér finnst þetta sætast. Kom líka til vegna sundlaugarævintýris míns. Það eru allir svo hissa á því hvað ég er mikil kuldaskræfa og ég sem kem frá sjálfu Íslandinu!!
posted by Thorey @ 20:52  

5 Comments:

At 10:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ dúlla!
We miss you!
Vonandi að við getum knúsað þig soon.... *KROSSIPUTTA*
Hafðu það gott þangað til!
ps er ekki bara fínt að vera kölluð "prinsessa" (Brunhilde)mér og Kristófer finnst þú samt vera meiri drottning.... Drottning í stangarstökki!
love yah!
*koss og knús*
Rakelus og Kristófer lasarus!

 
At 12:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

He he Kuldaskræfa... Kannast við það... Hérna er alltaf verið að gera grín að mér því mér er alltaf kalt, er alltaf í flestum fötum... Fólki finnst það rosalega skrýtið hvað mér er alltaf kalt, og skilja ekki akkurru mér finnst ekki gott að fara í ísbað???? Hvað er málið?

 
At 9:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hihihi...bara snilld að fá svona nikk..

Hildur

 
At 1:56 e.h., Blogger Burkni said...

Ég veit ekki hvort þú manst eftir því ... en þegar þú varst svona 11 ára þorðirðu ekki á stóra brettið í Sundhöll Reykjavíkur - öldin er ss. önnur núna !

 
At 11:50 e.h., Blogger Thorey said...

Hehe já Burkni. Þú ert ekki búinn að gleyma þessu segirðu...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile