the
 
the
sunnudagur, mars 27, 2005
Gleðilega páska!!

Dagurinn fer í lærdóm og heimsókn til Irinu. Hún ætlar að elda rússneska máltíð fyrir mig og Angelu. Ég fékk að draga Angelu með mér því ég gæti hreinlega ekki verið þarna ein. Uff maðurinn hennar er svo hræðilegur.. En hún vildi endilega bjóða mér heim til sín til þess að hann kynntist mér og þá fengi hún kannski að hitta mig oftar en 1x á tveggja mánaða fresti.

En í gær gerði ég svolítið merkilegt. Á einni æfingu í vikunni hitti ég Gertrud Schäfer sem er fyrrverandi þjálfari Sabine Braun en hún er ein farsælasta frjálsíþróttakona Þýskalands (sjöþraut). Hún var að sýna mér æfingar fyrir bakið á mér því Leszek hafði sagt henni að ég væri alltaf af og til með bakvandamál. Seinna hringdi hún svo í Leszek og vildi endilega bjóða mér og honum heim til sín til að læra fleiri æfingar og fá tips frá henni um að verða betri :) Við semsagt fórum þangað í gær kl 16 og vorum komin til baka á miðnætti. Hún er nú bara kafli útaf fyrir sig þessi kona. Þvílíka ást á sportinu hef ég bara aldrei séð. Óteljandi möppur, bækur og videospólur um allt frá A til Ö tengt frjálsum. Og svo þessi endalausu tæki og tól sem hún dró fram fyrir hina og þessa æfinguna. Hún minnti mig eiginlega á töframann sem tekur hús uppúr skókassa...... En vá, við Leszek komum margfróðari tilbaka.

En fyrst farið er að ræða um geisladiskasafnið mitt langar mig að gefa ykkur nokkur gullmolatips. Í spilaranum þessa dagana er:
-Björk, Debut
-Sarah Brightman, Live from Las Vegas
-U2, How to dismantle an Atomic Bomb
posted by Thorey @ 09:05  

2 Comments:

At 3:18 e.h., Blogger Thorey said...

Já Debut er algjör snilld!!!

 
At 1:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ...vonandi gekk heimsóknin vel :)

kv. Hildur

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile