the
 
the
fimmtudagur, mars 17, 2005
ammmæli

Bloggerinn er búinn að vera eitthvað bilaður einmitt þegar ég kemst í blogg stuð vegna fullt af kommentum... takk fyrir þau

En já það eiga bara allir afmæli í mars...
1. mars Rens 28 ára
3. mars Logi frændi fæddur 2 dögum eftir að bjór var leyfður á Íslandi
14. mars Salka Sól 2 ára
16. mars Angela 21 árs
17. mars Kristófer Örn 1 árs

Til hamingju öllsömul og svo koma fleiri kveðjur á morgun :)

En já við héldum upp á afmæli Angelu í gærkvöldi. Buðum 12 manns í Chili Con Carni. Hún eldaði 2,5kg af hakki og drullumallaði í risastóran pott. Ég bakaði svo afmæliskökurnar. Ég borðaði svo mikið að ég svaf mjög illa í nótt. Var að springa!!!.... og samt borðaði ég ekki baunirnar.....

Ég var að fá email frá ungum vinstri grænum í Reykjavík og ætla bara að skella honum hér. En í honum er fullt af áhugaverðum staðreyndum um stríðið í Írak og svo hvet ég ykkur auðvitað í að mæta á fundinn og skrá ykkur í vinstri græna!!! :)

Laugardaginn 19. Mars verða Ung Vinstri Græn í Reykjavík með skiltasmiðju frá klukkan 12 -14 en eftir það verður farið á Ingólfstorg þar sem mótmælin hefjast klukkan 14.

Efnt er til skiltasamkeppni við Unga Jafnaðarmenn og verða UVG að sjálfsögðu með róttækustu skiltin

Ögmundur Jónasson mun flytja ávarp og kaffi og kökur verða á boðstólnum og að sjálfsögðu verður ÞÚ á staðnum!

Hvað kosta stríð?

Stríðið í Írak kostaði Bandaríkjamenn rúma 150 milljarða dala, og hækkar enn.
Fyrir þá upphæð hefði til dæmis verið hægt

- að koma í veg fyrir hungursneyð í öllum heiminum í 6 ár
- að styrkja að fullu öll alþjóðleg alnæmissamtök í 15 ár.
- að bólusetja öll börn í heiminum fyrir algengustu sjúkdómum í 52 ár.

Og vissir þú...
... að Bandaríkjastjórn mun eyða 17,5 milljörðum dala í kjarnorkuvopn árið 2006, en fyrir þann pening er hægt að veita 10.300.000 börnum heilbrigðisþjónustu

Afleiðingar stríðsátaka

Stríðsátök hafa í för með sér mikil og óafturkræf áhrif. Mannfall er óhjákvæmileg afleiðing stríða, sama hvað tautar og raular um hárnákvæmar stýriflaugar.

Stríðsátök leiða oft af sér:

· Efnahagslega kreppu
· Sjúkdóma
· Hungursneyð
· Sundraðar þjóðir

Um 100.000 manns hafa fallið í átökunum í Írak

Um 180.000 hafa fallið í Súdan

Eftirlifendur eru mjög oft örkumlaðir bæði á líkama og sál.
Stríðsátök leiða aldrei gott af sér

Veljum heilbrigða stefnu í utanríkismálum

Ung Vinstri Græn leggja áherslu á það að Ísland verði herlaust land og taki ekki þátt í stríðsaðgerðum af neinu tagi.

Jafnframt mótmæla Ung Vinstri Græn öllum stríðsrekstri. Ung Vinstri Græn leggja ríka áherslu á heilbrigða utanríkisstefnu.

Öll velkomin í kaffi laugardaginn 19. mars kl. 12-14 að Suðurgötu 3.
posted by Thorey @ 21:07  

2 Comments:

At 2:54 f.h., Blogger Lára Hrund said...

Áfram Vinstri Grænir!!

 
At 3:40 e.h., Blogger Thorey said...

Já hún kynntist manninum í gegnum síma á 3 mánuðum og flutti svo til hans. Hún vildi bara komast frá Rússlandi og gefa syni sínum betri tækifæri á menntun og öðru. Hún hefur bara landvistarleyfi í þetta langan tíma þegar hún er gift þjóðverja.

Ánægð með þig Lára!!! X-U

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile