the
 
the
föstudagur, febrúar 18, 2005
Palli var einn í heiminum

Þá er þýska meistaramótið um helgina og ALLIR eru farnir til Sindelfingen þar sem mótið fer fram. Stöng kvenna er á morgun og stöng karla á sunnudaginn. Það verður spennandi að sjá hverjir ná efstu 3 sætum og miða til Madrid á EM.

Talandi um EM. Gauti hlaupari náði lágmarkinu og svo var Silja þegar búin að því þótt hún fari nú líklega ekki því hún þarf að keppa fyrir skólann sinn í USA. Mig langar allavega óska þeim til hamingju með frábæran árangur og geðveikar bætingar!! Það verður fjölmenni á HM í Helsinki í sumar!!!!!!!

Þar sem ég er ein á öllu Leverkusen svæðinu mun ég eyða helginni í lærdóm. Ég þarf að skrifa 2 ritgerðir og gera 1 stórt verkefni. Ufff....
Ég hef þó bílinn hans Richis og get því skroppið úr húsi ef ég er alveg að mygla. Ég hefði ekki nennt að hjóla niðrí bæ því það er skítkalt hérna þessa dagana og hnakkurinn á hjólinu er bilaður. Hallar svo mikið afturábak að það er eins og ég sitji næstum því á bögglaberanum..

En vá, æfingar ganga bara framar vonum og ég er að drepast úr harðsperrum eftir vikuna :) Mjög gaman að því :))
posted by Thorey @ 16:59  

3 Comments:

At 12:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eru margir sem gleðjast yfir harðsperrum ?? Gott að sjá að æfingar ganga orðið samkvæmt áætlun.
M+P

 
At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 1:29 e.h., Blogger Thorey said...

He he já kannski ekki margir en í mínum huga þýða harðsperrur = heilsan í lagi...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile