miðvikudagur, febrúar 09, 2005 |
|
Þýsk negatívni eða hreinskilni?
Ég fékk nokkur góð komment í dag. Ég mætti galvösk á æfingu í morgun með nýju fínu klippinguna mína.... og var einn félagi minn svo elskulegar að minnast á það að hárið á mér væri eins og hárið á mömmu hans Sebastians (sá sem býr með mér). Já já hárið á MÖMMU hans, er það já!! Ég gaf honum bara íllt auga... Svo kom annar og sagði að hárið á mér færi mér alveg rosalega vel. Er hann þá að meina að það fari mér vel að vera mömmuleg eða hvað?? hehe
Svo á eftirmiðdagsæfingunni spurði þjálarinn minn mig hvort ég væri nokkuð með bandorm. "Ha, bandorm" eða réttara sagt : "Was, Bandworm??" "Já þú borðar og borðar og æfir en grennist bara og því datt mér í hug að þú værir kannski með bandorm. Þú ættir að láta tékka á þessu" "Aha, ok...." Svo heldur hann áfram: "Þú lítur út eins og þú hafir ekki stundað neina íþrótt í heilt ár" "Já er það?" "En það er allt í lagi, þú ert að byrja að æfa núna á fullu og getur byrjað frá grunni" "Já æðislegt alveg...." Minn er ekki hættur: "Þú lítur út eins og þú sért með anorexíu" "Nei bíddu nú hægur, ertu búinn að taka eftir því að ég er í pokóttum svörtum buxum sem eru með 3 breiðar renndur á hliðunum? Ég skal mæta í öðrum buxum á morgun og þá skalltu sko dæma upp á nýtt!!"
Hann féllst á það og ég fer sko ekki í þessar buxur aftur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
|
posted by Thorey @ 22:38 |
|
|
7 Comments:
Já þetta eru nú meiri athugasemdirnar sem þú fékkst frá þjálfaranum en ef þú lítur á björtu hliðarnar þá segir æfingaformið meira um hann sem þjálfara heldur en þig !! Og varðandi anorexíu þá er nú betra að fá komment um að maður sé orðinn of grannur heldur en að maður sé orðinn of feitur hehe :) :) Sæi mig í anda fá komment um að ég væri of grönn hahah !! Djöfull væri það nú samt skemmtilegt einhvern tímann (mjög ólíklegt þó ) :)
Ég er viss um að þetta voru buxurnar!! Ég er ekki í svona lélegu formi. Þetta eru buxur sem ég nota aldrei en álpaðist í en ég sé það alveg sjálf að þær gera lappirnar mínar að engu..
Silja þú getur séð hárið næst í webcaminu þegar við hittumst á msn :)
Silja og Hugrún: Þið eruð mjóar!
Þá hafið þið það ;) Er ekki gott að fá svona komment?
Þórey: Þjálfarinn hefur farið eitthvað öfugu megin fram úr... Leiðindastælar í honum :(
Það er nú meira hvað fólk þarf að vera tjá sig. Er ekki nóg að þú stendur þig vel, ert gullfalleg, rosalega skemmtileg og bráðgreind.....hefur þyngdin eitthvað með það að gera. Svo þykist ég vita að þú étur eins og hestur, sleppir aldrei úr máltíðum, þú ert bara með hröð efnaskipti.....ólíkt sumum okkar :o)
Heyrumst á Skype....ég er með það í tölvunni, þarf bara að tékka á því hvernig það virkar...
Hildur
Takk fyrir peppið :)
Ég frétti í dag að þetta með bandorminn var víst bara grín...
Svo sagði hinn þjálfarinn minn í dag að ég liti út eins og íþróttamaður. Jeij!!
Hæ Þórey
Gaman að heyra að þú ert farin að æfa vel og lærið er að lagast.
Gaman að síðasta pisli hjá þér.Mér datt í hug þetta með buxurnar frægu,getur þú ekki lánað Silju þær.( bara smá grín Silja mín) sú yrði nú flott í þeim. Þó að ég sé nú ekki sammála öllu sem þjálfarinn þinn segir er ég allveg sammála að þú þarft að b æta smá massa á lærin og ef bossinn er eitthvað að stækka er þetta strax orðið mjög jákvætt.
Eitt heilræði. Á meðan þú ert í Þýskalandi mæli ég með að þú safnir hári Þórey mín.
Bestu kveðjur
Heiða og co.
Hæ Heiða og takk fyirir ráðið :) Ég mun pottþétt safna hári!!
Já ég verð að fara að borða meira af próteini og ég ætla að fara með blöndu á hverja æfingu núna. Ég er búin að gera mikið af grunnstyrktaræfingum og ég get loksins farið að taka almennilega á því núna. Clean, here I come...
Skrifa ummæli
<< Home