the
 
the
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Aaaaaaarg

Ég fer ekki aftur í klippingu í Þýskalandi!! Allavega ekki á þennan stað sem reyndar á að vera mesti tískustaðurinn. OJ. Ungir krakkar sem klippa en þótt þau séu töff þá held ég að þau kunni bara ekki að klippa stutt. Eins og þið vitið er ég með stutt hár og ég ætlaði bara að láta snyrta það aðeins því það verður svo fljótt lubbalegt en neinei þá kom ég út með þessa týpísku stuttu klippingu sem er ljót. Þið vitið svona eins og allar svartar stelpur í USA eru klipptar. Klippt hátt að aftan og rakað og eyrnastutt hár í hliðunum. OJOJOJ en þetta vex nú sem betur fer frekar hratt og í næsta skipti læt ég Angie klippa mig þ.e.a.s ef maður kemur ekkert á klakann á næstunni.

En já það er búið að vera stanslaust stuð hérna í germ. Mesta stuðið er þó það að ég er farin að geta æft miklu meira. Jibbbbíííí Ég fæ þó sprautur í kvöld til að ná þessu síðasta úr mér og svo hitti ég skrítna lækninn aftur á föstudaginn (í þetta sinn fer Angie með mér, síðast náði ég engu sem læknirinn sagði. Hrikalega erftitt að skilja lækna þýsku þegar maður er ber að ofan.... ekki mikil einbeiting í gangi...hehe). Hann réttir mig af og ég giska á að viku seinna verð ég farin að spretta eins og brjálæðingur. Ég er þó búin að vera vinna alveg helling í gluteus og ég held barasta að greyið litla ætli loksins að stækka við sig...... ef það tekst eigð þið bara eftir að sjá beint strik á atrennubrautinni í sumar... hehe
posted by Thorey @ 15:42  

10 Comments:

At 6:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi greyið mitt !! Það er nefnilega mjög erfitt að finna rétta klipparann þegar maður er með stutt hár en ef við lítum á björtu hliðarnar þá finnst mér allavega hárið á þér vaxa hratt svo þú verður orðin flott áður en þú veist af :) Þú þorir þó allavega að breyta til- ég er komin með það sítt hár að nú tími ég ekki að klippa neitt .

 
At 7:27 e.h., Blogger Thorey said...

Já sem betur fer vex á mér hárið þannig að ég vona að eftir c.a 3 mánuði... snökt... ætti það að verða orðið þolanlegt.
Í sambandi við hárið á þér þá finnst mér það geggjað flott. Ég sá samt á heimasíðunni þinni að þig langar til að breyta og mér finnst þú bara ættir að drífa í því. Ef þú átt sléttujárn getur maður mixað sveipa og gert það fínt (þ.e allir nema ég því hárið á mér er svo þunnt...)

 
At 8:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þórey mér finnst nú lágmark að fljúga heim í klippingu ... hehe ;)

Er annars ekkert von á þér á næstunni?

Kveðja,
She

 
At 9:04 e.h., Blogger Thorey said...

Hehe já Silja ég held að ég fari bara í klippingu í þau skipti sem ég kem heim.... eða búi mér til já auka ferð heim til að fara í klippingu. Alltaf gaman að hitta vini og vandamenn.... skella sér í pottana og svoonnnna

Ég kem kannski í mars, planið var að koma bara í sumar en plön breyttust og ég gæti litið við um miðjan mars. Ef svo verður, verður pottþétt eitt stórt partý með öllum VIP-unum mínum (TMC, bombur, þýska brakið, FG og aðrir góðir vinir og vinkonur)
Taka þetta frá strax
...............

 
At 12:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

alltaf fjör hjá þeim þýsku... hvað er annars gluteus????? kv.Katy

 
At 12:10 e.h., Blogger Thorey said...

gluteus=rassvöðvi.....

 
At 1:39 e.h., Blogger Ásdís said...

Leiðinlegt með hárið :( Skemmtilegt með rassvöðvann og hugsanlega heimkomu+partý í mars...

 
At 3:21 e.h., Blogger Thorey said...

Þýska brakið kemur ekki heim með mér í mars. þ.e ef ég kem því það eru allir svo uppteknir. Í Ástralíu, á Bali, 2 í prófum osfrv. Ætli ég komi nokkuð sjálf en ég hafði planað að fara til vinkonu minnar í Noregi. Kemur allt í ljós.

 
At 9:20 e.h., Blogger Hildur said...

Hæ, langt síðan ég kíkti hér inn. Alltaf gaman að lesa fréttir af þér. Verst með klippinguna og meiðslin þín. Þú verður bara að vera með alpahúfu á höfðinu :o)
Er ekki annars allt fínt að frétta. Kannski maður fari nú að bjalla á þig við tækifæri...
Hafðu það allavega sem allra best dúlla og við heyrumst vonandi fljótlega....

 
At 10:34 e.h., Blogger Thorey said...

Blessuð! Já við verðum að fara að heyrast stelpa, þetta gengur ekki svona lengur.... fáðu þér skype og headphone og við getum talað saman í gegnum netið. Algjör luxus og það er frítt!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile