mánudagur, febrúar 14, 2005 |
|
Góðar fréttir
Í fyrsta lagi ætla ég að óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Hann Albert bróðir minn er orðinn 33 ára!!
Ég fór semsagt til læknisins á föstudaginn og gekk það mjög vel. Hann hnikkti mér en á allt annan hátt en ég hef upplifað áður. Vanalega er undið upp á mann og hnikkt þannig en þessi lét mig liggja jú á hliðinni en hann tók um mjöðmina og mjóbakið og togaði í sundur. Það kom mjög þungt brak og frekar skrítið en ég held að það hafi verið mjög gott.
Ég veit ekki hvort það er bara að þessu eða útaf sprautunum að ég er betri. Ég allaveg hljóp smá spretti í dag í teygju sem togar mann áfram og fann ég ekkert til. Svo stökk ég líka en þó bara með 6 skrefum en samt 6 skrefum meira en síðustu 5 mánuði. Þetta er semsagt allt að koma!!! :)
Ég átti góðan afslöppunardag á föstudaginn eftir lækninn. Ég og Angi kíktum í kastalann fræga í Heidelberg og vorum svo í góðu yfirlæti hjá foreldrum hennar þar sem borðað var á sig gat og sofið í 12 tíma.. Á laugardaginn kíkti ég svo á Ríkeyju og co í Karlsruhe og við kíktum aðeins út um kvöldið. Við skemmtum okkur mjög vel. Á sunnudaginn horfði ég svo á mótið í Karlsruhe og var þar mjög mikið af góðum úrslitum í mörgum greinum. Strákarnir stukku þó ekkert rosalega vel nema kannski Tim Lobinger en hann vann með 5,78. Annar varð Jean Galfione (sæti frakkinn ef þið munið eftir honum en hann hefur ekki sést frekar lengi..) með 5,70 og í 3.sæti varð Richi með 5,60. Þjóðverjarnir eru því fjórir sem hafa náð lágmarki á EM en Richi karlinn er því miður ekki einn af þeim. Hann hefur þýska meistaramótið eins og hinir næstu helgi og þá verður hann að fara 5,70 og ná 1-3.sæti. 3 fá að fara. Lars er reyndar meiddur og mun ekki keppa meira. Hann var búinn að ná lágmarkinu en meiddist núna um helgina í Donetsk í hásininni. Vonum bara að það lagist fljótt og að hann nái að keppa utanhúss.
En pointið er að ég stökk aðeins í dag!! jibbbbbbbbbbbíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii |
posted by Thorey @ 20:57 |
|
|
|
|
1 Comments:
Takk kærlega fyrir það :-)
Kv. Albert
Skrifa ummæli
<< Home