föstudagur, mars 04, 2005 |
|
Matur
Úff ég sit hérna sveitt og hálf eftirmig eftir að hafa eldað fyrir okkur 6, þ.e fyrir 4 karlmenn og svo mig og Angi. Það sem þeir borða!!! Ég bauð Leszek, Rens, Tobias (nýr strákur í hópnum) og Roman (fyrrum meðleigjandi). Ég eldaði hvorki meira né minna en 1,7kg af kjúklingaBRINGUM og það kláraðist..... eldaði þetta í karrýsósu og með hrísgrjónum. Var bara alveg ágætt hjá mér :) En ég játa að það var frekar erfitt að elda svona rosalegt magn!!
Ég verð að segja ykkur aðeins frá Rens. Hann hefur vanalega verið með nokkrar í takinu en samt svona hálfpartinn að leita að þeirri einu. Hann fór svo í frí til Hawai í október með Richi og skemmti sér eina nótt með ástralskri stelpu. Svo var ekkert meira en hún vildi koma til Evrópu í smá frí og heimsótti Rens í leiðinni. Þetta var í janúar. Það heppnaðist svona líka rosalega að hann er bara farinn að tala um giftingu!! Hún stoppaði bara stutt en hann fer til hennar eftir 10 daga, til Ástralíu og svo í júlí mun hún flytja til hans til Hollands..... |
posted by Thorey @ 13:43 |
|
|
3 Comments:
Vá, ég hélt að svona gaurar breyttust aldrei ! Það er gott að jafnvel svona strákar róast að lokum, greinilega ekki vonlausir til eilífðar ;)
það er bara allt að gerast þarna í Lifrarkássu... hvernig væri að elda smá kjúlla handa mér?? verður auðvelt því ég þarf (að ég held) ekki allt þetta magn!! kv.Katrín
Mig langar að gifta mig.... hehehe ;) Nei, annars heyrir maður stundum svona ást-við-fyrstu-sýn dæmi: Við vissum að við vorum ætluð hvoru öðru frá því við fyrst sáumst... Ótrúlegt...
Skrifa ummæli
<< Home