fimmtudagur, mars 03, 2005 |
|
Spurning um að reyna að fá blogg andann yfir sig....?
Það er bara allt fínt að frétta af mér. Ég er farin að æfa alveg 150% og er eiginlega bara frekar þreytt meira að segja... ufff Lærið er mjög gott og finn ég varla fyrir því enn :) Það er lítið mót í verslunarmiðstöð næstu helgi sem ég ætla að reyna að taka þátt í en ég mun nú ekki stökkva hátt því ég er nú bara búin að fara á 4 stökkæfingar í 5 mánuði en þetta er bara til að hafa smá gaman og svo er þetta bara góð æfing.
Ég er nú búin að troða í eyðurnar smá félagslífi. Síðastliðið laugardagskvöld var mér ásamt 2 öðrum íþróttamönnum boðið í mat til gamla sjúkraþjálfarans. Hann er þessi einstæði og barnlausi svo hann býður fólki heim alltaf á laugardögum til að fá smá líf í húsið sitt. Hann eldaði þessa dýrindis máltíð og sá var ekki nískur á fína rauðvínið sitt. Hann opnaði 10 ára gamalt rauðvín og ég hef nú bara aldrei bragðað neitt rauðvín sem kemst nálgæt þessu. Hann er sko vínsafnari og á einhverjar eldgamlar flöskur í vínkjallaranum sínum og ein flaskan kostar 800 evrur (við drukkum hana ekki!!) eða um 70.000 kr. Hann vildi svo endilega að ég færi með þeim á box leik sem er núna á laugardaginn hérna í Leverkusen en Felix Storm er að keppa á móti einhverjum. Ég segi bara Felix who og boxing hvað! ullabjaaaakkk |
posted by Thorey @ 09:19 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home