sunnudagur, mars 13, 2005 |
|
Blogg leti
Já ég dett í algjöra blogg leti þegar ég fæ engin komment!!! En ég skal reyna:
Það er nú ýmislegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Í fyrsta lagi þá keppti ég á föstudaginn og gekk bara allt í lagi. Ég stökk bara með 12 skrefum og var búin að æfa eins og brjálæðingur alla vikuna svo ég var alls ekki frísk. Ég fór 4,20 og skemmti mér konunglega. Vá hvað það var góð tilfinning að vera komin aftur á mót þótt þetta hafi nú bara verið sýningarmót í verslunarmiðstöð... en gaman var það!!
Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá Irinu sem er vinkona mín úr þýska skólanum. Hún er 36 ára og gift þýskum manni. Hann er öryrki og hún með mjög litla vinnu svo hún er mikið heima hjá honum. Vandamálið er að hún má varla fara út úr húsi og þarf að sitja heima eins og hundur (svoleiðis orðar hún það sjálf). Hún þarf að vera gift honum fram í desember til að geta skilið og verið áfram í Þýskalandi. Hún telur dagana. Æ ég vorkenni henni svo og þetta er svo góð kona. Ég bauð henni í dag, ásamt Roman, Michael, Paul (nuddarinn gamli) og Angi í kökur. Við töluðum auðvitað heilmikið um íþróttir og þar sem hún er engin íþróttamaður gat hún ekki tekið mikið þátt í umræðunum. Þegar ég keyrði hana svo heim sagði hún mér að í fyrsta skipti í dag í 3 mánuði upplifði hún hamingjusaman dag. "Þótt ég sitji bara og hlusti á ykkur tala þá líður mér svo vel, ég verð hamingjusöm" Oh hvað get ég gert fyrir hana!! Þetta er ömurlegt líf hjá henni. Ég fór inn til hennar í 5 mín og hitti manninn og íbúðin er hræðileg. Svona niðurnídd og dimm og bara eins og fangelsi. Ég tel líka dagana fram í desember!! |
posted by Thorey @ 19:19 |
|
|
|
|
9 Comments:
æi greyið konan, þú gætir kannski lánað henni bækur svo hún hafi eitthvað að gera.... kv.Katy
Þetta hljómar ekki spennandi líf fyrir greyið konuna. Af hverju flytur hún ekki burt frá honum- þarf hún að búa hjá honum þangað til þau skilja eða ?? Sorglegt hvað sumir eiga dapurlegt líf og svo er eins og alla orku vanti til að koma sér út úr aðstæðunum !!
Hún getur ekki flutt burt því þá fær hann skilnað og hún verður rekin úr landi. Hún á 10 ára son og gifti sig til Þýskalands til þess að gefa honum betri framtíð. Hún þarf að þrauka til Des og þá getur hún búið ein með syni sínum. Svo var ég svona óbeint að setja Paul og hana á deit í dag... aldrei að vita nema eitthvað gerist þar ;)
Þú verður bara að vera greyið konunni til staðar og það eru allavega bjartari dagar framhundan hjá henni, svo er um að gera að leika smá matchmaker!!! Ha ha!! Það er aldrei að vita hvað gerist...
Úff! Þetta er svakalegt! En hvað segir kallinn við því að hún flytji frá honum í desember? Ætli hann verði eitthvað sáttur við það fyrst að hann er svona ömurlegur við hana í dag?
Nei vá hann verður nú örugglega ekki sáttur. Hann mun þá allavega ekki geta neitt hana til að búa hjá honum þótt hann mundi ekki samþykkja skilnað. Ég vona bara að hún komist lifandi frá þessu.
Hvaðan er hún? Það er nú alveg frábært að hún þekki þó allavega einhvern svona góðan eins og þig... Örugglega margar konur í svipaðri stöðu sem eru algjörlega einangraðar heima hjá sér og vita ekkert um sinn rétt :( Ömurlegt!
Hún er frá Rússlandi.
Það eru margar konur í bekknum mínum sem koma frá austur Evrópu og hafa gift sig hingað til að vonast eftir betra lífi. Ég þekki þær ekki eins og Irinu svo ég veit ekkert hvernig þeim líður. En ég er viss um að það eru nú margar konur hérna í Þýskalandi í sömu stöðu og hún og jafnvel í verri stöðu.
Það borgar sig greinilega að kvarta undan commentleysi ;-)..hehe
Kv. Albert
Skrifa ummæli
<< Home