the
 
the
mánudagur, mars 07, 2005
Helgin

Það voru engin smá úrslit um helgina í EM! Það mætti halda að þarna hefði verið ÓL 2 á ferð.. 2,40 í hástökki, 8,37 í langstökki, 5,90 og 4,90 í stönginni og auðvitað má nú ekki gleyma 21.19 í kúlunni hjá honum Jóakim bestavin. Ég vil auðvitað óska honum og Vésteini til hamingju með gullklinkið.... þeir peningarnir verða sko fleiri í framtíðinni!!!
En allaveg alveg rosalega sterkt mót :)

Ég skemmti mér vel fyrir framann imbann og það var gaman að sjá þjóðverjana raða sér í 3, 4 og 5 í stönginni og kom þar Fabian skemmtilega á óvart. Ég var að horfa með Alinu og var hún búin að sauma sér "Tim" bol en hún hafði saumað nafnið hans í bolinn úr bleikum pallíettum. Ekta hún! Svo var hún mætt með risastóran þýskan fána svona in case við vissum ekki að hún væri þýsk....
Gaman að Tim skyldi ná í bronsið og við kíktum aðeins á næturlífið í Köln honum til heiðurs og okkur til skemmtunar. Fyrst fórum við á ítalskan veitingastað þar sem var live músík og var alveg geggjað stuð þarna og fólk í fíling á öllum aldri. Þegar við komum inn þá sest vinkona Alinu strax á eitt borðið þar sem 2 aðrir sátu fyrir. Það var greinilegt að hún þekkti fólkið en þetta væri ekki frásögu færandi nema að annar var fertugur ítali með sítt hár og hinn var sextug kona í stærri kantinum frá Rússlandi. Svo er ég búin að sitja þarna í smá stund og hálf feimin við þetta skritna fólk þarna þegar söngvarinn á staðnum kallar allt í einu í míkrófóninn að hér væri mjög sérstakur gestur. Hún Rósa!!!!!!! Þá stendur þessi líka rosa kvenmaður upp sem sat við hliðina á mér og tryllir gjörsamlega salinn með lagi sem hún söng á rússnesku. Vá hvað hún var FLOTT!!!!
Eftir þetta ævintýri kíktum við á einhvern dansstað og gátum að sjálfsögðu dansað af okkur rassgatið.
Alina var allan tímann með glitrandi Tim á bakinu :)
posted by Thorey @ 19:01  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile