sunnudagur, mars 20, 2005 |
|
Helgin
var voðalega þægileg. Angela fór heim til foreldra sinna svo það er búið að vera þögn í íbúðinni alla helgina. Ég verð nú að viðurkenna að ég var alveg að fara að klepera svo það var gott að fá smá frí frá henni. Ég er því bara búin að vera að læra í rólegheitunum og búin að æfa mjög vel líka. Ég hljóp 10x100m í gær og varð gjörsamlega græn eftir það. Já úthaldið hefur aðeins minnkað eftir 5 mánaða meiðslapásu. Tímarnir voru milli 14,3 og 15,5 en Hansjörg hafði nú sagt mér að hlaupa á milli 13.5 og 14... huhumm. Ég hljóp þetta á skokkskóm. Ég hef nú bara einu sinni hlaupið 100m í móti og það var árið 1998 og þá hljóp ég í göddum á 13,73.......
Richi kom svo í gær og hjálpaði mér aðeins í lík og töl og svo horfðum við á einhverja rugl mynd frá því að John Travolta var á þrítugsaldrinum. Hann lék þarna lítið aukahlutverk og var ekkert smá sætur :)
Í dag er sól og blíða og ég er að spá í að setjast útí garð og lesa í vatnafræði. Svo á ég bio-svínasteik sem ég ætla að elda mér. Kannski maður skelli henni bara á grillið og komist í alvöru sumarfíling. Það er svona tuttugu stiga hiti hérna núna. Algjört æði!!!
Annars er allt að gerast í pólitíkinni í Þýskalandi núna. Það er þó enn frekar erfitt fyrir mig að skilja pólitíska þýsku en kemur smátt og smátt. Það voru kosningar í einu bundeslandi hérna og það gengur ekkert að mynd meirihluta því úrslitin voru svo svakalega jöfn. Hér er verið að tala um 1 atkvæði á milli meirihlutamyndunar... Svo er það náttúrlega atvinnuleysið. Hérna er að meðaltali 11% atvinnuleysi og í sumum bæjum er það svo slæmt að það nær upp í 25%!!!
Oh Angela var að koma heim. Ég hélt hún kæmi ekki fyrr en í kvöld en jæja ég ætla ekki að elda fyrir hana í enn eitt skiptið. Já ég er alltaf að elda fyrir okkur og hún eldar aldrei... frekar þreytt á þessu. Ekki alveg til í að verða mamma tvítugrar stelpu!!! En ekki misskilja, hún er mjög fín og okkur kemur vel saman :) |
posted by Thorey @ 12:06 |
|
|
|
|
2 Comments:
"Lík og böl" (eða "lík og kvöl") er nú samt ekki svo slæmt, svona þegar maður fattar það allavega.
Taktu á því á æfingum.
Óli Margeirs.
Nei en ég er bara ekki að nenna að setja mig almennilega inn í það. Mér finnst þetta ekki skemmtilegasta stærðfræðin..
Taktu sömuleiðis á því :)
Takk fyrir kommentið,
Þórey
Skrifa ummæli
<< Home