the
 
the
miðvikudagur, mars 23, 2005
Og enn meiri afmæli...

Roman á afmæli í dag og það verður veisla hjá honum í kvöld og svo á einn langstökkvari afmæli á föstudaginn og þá verður enn ein veislan. Maður hefur ekki lengur tíma til að æfa fyrir afmælisveislum hvað þá að maður geti hlaupið tempolaufe fyrir kökuáti...
En ég viðurkenni að ég gleymdi einum mjög merkilegum afmælisdegi. Hildur frænka í France (systir mömmu og sú sem m+p eru að heimsækja núna) átti afmæli á mánudaginn. Til hamingju elsku frænka.....

En það eru víst að koma páskar þótt ég finni nú ekki mikið fyrir því hérna. Verkefnavinnan hleðst einfaldlega upp og sól og hiti koma í veg fyrir páskafíling. Ótrúlegt hvað veðráttan breyttist snögglega. Ískaldur vetur og svo vaknar maður einn daginn og þá er komið þetta fína íslenska sumarveður! Ekki slæmt það :)

Ég er aðeins farin að plana dagskrána þegar ég verð loksins búin í þessum prófum mínum. En loksins mun ég hafa tíma til að:
-fara í afmælisveislur án þess að vera með samviskubit...
-skipuleggja geisladiskasafnið mitt
-raða myndum í albúm
-lesa bækur
-baka brauð
-kaupa mér saumavél og sauma
posted by Thorey @ 14:56  

5 Comments:

At 10:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vó þvílík dagskrá... er einmitt líka að spá í saumavélakaup í sumar, vona bara að ég láti verða af því að sauma eitthvað.... hmmm ;) kv.Katy

 
At 2:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey - ég tek að mér fyrir Hildar hönd að þakka fyrir afmæliskveðjuna, en eins og þig kannski grunar er hún ekki mjög tölvuvædd. Hún biður kærlega að heilsa og vildi helst fá að sjá þig í sumar.
Kveðja frá okkur hinum líka
M+P

 
At 10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður bara að fá þér iPod frá Apple og þá þarftu ekkert að hafa áhyggjur af geisladiskasafninu.

 
At 9:04 f.h., Blogger Thorey said...

Já iPod frá Apple væri nú ekkert svo slæmt að eiga... ég var nú svo inn í fyrra að láta loksins af því að kaupa mér ferðageislaspilara... já einmitt.. eftir að hafa notað sama draslið frá 98 þá keypti ég mér einn á 20.000kr en auðvitað hefði það átt að vera nýjasta græjan en ekki eitthvað úrelt dót. En spilarinn er nú fínn greyið. Ég ferðast nú um með stóran hluta geisladiska safnsins míns á 4 geisladiskum :)

 
At 9:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páskan dúlla! Hafðu það sem allra allra best...Hildur og Hákon

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile