the
 
the
þriðjudagur, mars 29, 2005
Er ég á vitlausri námshillu?

Já eftir of mörg ár í námi... er ég í smá námskrísu. Mér finnst mjög gaman reyndar að læra það sem ég er að læra og hef áhuga á því efni en fór þó að pæla hvort mig langi ekki til að þjálfa þegar ég er sjálf hætt þessu sprikli.
Ég er búin að sanka að mér alveg ótrúlega mikilli reynslu úr þjálfaraheiminum með því að búa á Íslandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og svo núna í Leverkusen. Einnig hef ég hitt of marga sjúkraþjálfara og veit því ýmislegt þótt ég hafi ekkert lært.
Ég fór að pæla í þessu öllu eftir að Leszek sagði við mig á laugardaginn að þegar ég væri hætt og komin til Íslands ætti ég að fara að læra íþróttaþjálfun og verða þjálfari því hann héldi að ég yrði góður þjálfari.... mont mont...
Sjálf vil ég endilega haldast inn í íþróttinni eftir að ég hætti en eins og er get ég ekki hugsað mér að detta útúr þessum alþjóðlega hring frjálsíþrótta. Ég þekki orðið svo marga og svo er þetta svo ótrúlega skemmtilegt.
Niðurstaðan er þessi:
-Ef ég ætla mér að verða þjálfari á Íslandi verð ég að klára verkfræðinámið og vinna sem verkfræðingur með þjálfuninni. Vonandi verða hlutirnir þó öðruvísi í framtíðinni og þjálfarar geti lifað á þjálfaralaununum eingöngu.
-Ef ég ætla mér að verða þjálfari einhversstaðar annarsstaðar en á Íslandi á ég að segja mig úr verkfræði A.S.A.P og byrja í íþróttanámi.

Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst.
posted by Thorey @ 19:31  

10 Comments:

At 8:50 e.h., Blogger Katrin said...

mitt álit?? bæði betra...

 
At 9:10 e.h., Blogger Thorey said...

já katy það er eiginlega ekki sjéns að ég hætti í verkfræðinni núna. Búin að leggja aðeins of mikið í þetta fyrir það....

 
At 10:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þú yrðir frábær þjálfari og eflaust er skemmtilegra að vinna við það en verkfræðina. Hins vegar finnst mér synd að hætta núna þegar þú ert meira en hálfnuð með B.Sc inn - myndi allavega klára hann og sjá svo til. Gætir svo lært eitthvað íþróttatengt að því loknu, samt betra að klára B.Sc inn því þá geturu alltaf tekið masterinn einhvern tímann seinna á lífsleiðinni ef þig langar ;)

 
At 9:53 f.h., Blogger Ásdís said...

Jamm, mér finnst þú eiginlega of langt komin í verkfræðinni til að hætta bara... Líka fyrst þú ert ekki að deyja úr leiðindum ;) Svo ertu svo ung að þú getur alltaf lært íþróttaþjálfun seinna...

 
At 7:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

svo geturðu orðið HEILSU-VERKFRÆÐINGUR !!! :)

 
At 7:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hmm gleymdi að kvitta undir en þetta var SHE sem var að ýta undir HEILSU-verkfræðina .... ;O)

 
At 8:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er líka til eitthvað sem heitir Íþróttaverkfræði,
Kveðja Alla (Breiðablik)

 
At 10:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Einhvernveginn sé ég þig ekki fyrir mér sitjandi við skrifborð að reikna út burðargetu brúa eða
e-ð þess háttar!!
JHG

 
At 10:46 e.h., Blogger Thorey said...

Hver er JHG??

Ég klára b.s-inn vonandi einn daginn. Það sem ég hef áhuga tengt verkfræði er umhverfisgeirinn, t.d sorp, vetni, vatnafræði og jafnvel skólp.. :) Langar að vera útí felti og mæla hitt og þetta...

 
At 4:24 e.h., Blogger Burkni said...

Þú hættir ekki í verkfræði, það er alveg á hreinu. Miklu nær að halda þjálfun sem áhugamáli sem þú getur síðan gert meiri alvöru úr seinna meir.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile