the
 
the
föstudagur, apríl 01, 2005
RSA

Þá er komið að því loksins að við förum í æfingabúðirnar til Suður Afríku. Eftir lítinn svefn síðustu nótt og ekki mikinn þá næstu náði ég að klára svona það helsta fyrir skólann. Ég þarf samt að skila heimadæmum í 2 áföngum í báðum vikunum eða samtals 4x. Ég verð bara að senda lausnirnar með venjulegum pósti. Frekar skrítin tilhugsun að senda heimaverkefni með pósti frá Suður Afríku....

En ég er búin að pakka alltof miklu sem eru framför frá því á Lanzarote fyrr á árinu þegar ég pakkaði nokkrum nærbuxum og búið. Kannski ekki alveg en ég var samt varla með stuttermabol.

Jæja þá er að drífa í síðasta heimaverkefninu og skella sér svo í bælið vonandi innan tveggja tíma.
posted by Thorey @ 21:22  

5 Comments:

At 8:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe...ég held að það séu ekki margir kennarar sem hafa haft nemanda eins og þig....góða ferð og vonandi verður ekki of kalt í RSA ;-)

 
At 2:21 e.h., Blogger Katrin said...

gangi þér vel í Afríkunni :)

 
At 4:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun og gangi þér vel í Suður Afríku

 
At 2:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Smáviðbót við verkfr/íþr-vangavelturnar: Held að bæði sé betra eins og einhver sagði. Fólk á heldur ekki endilega að mennta sig bara til þess sem það "ætlar" að gera, því að aðstæður breytast, bæði þær ytri og þær innri. Það verður MIKIL þörf á næstu árum fyrir vel menntað fólk á umhverfissviðinu, sem er ekki bara sérfræðingar í einu tilteknu máli, heldur hefur góða yfirsýn og jafnvel pínulitla hugsjón eða metnað til að láta gott af sér leiða. Veit að þú hefur þetta. BS í umhv.verkfræði er góður, og enn betri þegar búið er að bæta þverfaglegum umhverfis-MSc ofaná. Þegar sá tími kemur geturðu síðan valið: Umhverfi, íþróttir eða bæði. Gangi þér allt í haginn í íþróttinni. Hún á skilið að hafa forgang, núna!
Stefán Gíslason, www.environice.is

 
At 1:08 e.h., Blogger Thorey said...

Takk kaerlega fyrir radid Stefan eg held ad thetta se rett hja ther. Thad er mikid ad gerast i umhverfismalum nuna svo thad verdur liklega spennandi ad vera med menntun a thvi svidi thvi eg hef mikinn ahuga a theim malum. En ja sportid hefur forgang nuna og hitt faer ad malla afram med.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile