the
 
the
sunnudagur, apríl 24, 2005
Reykjavík Raufarhöfn Evrópu?

Ég er að lesa undir Umhverfisskipulagsprófið mitt sem ég fer í á laugardaginn. Ég er að lesa bók eftir kennara minn Trausta Valsson sem heitir Skipulag byggðar á Íslandi. Þar fjallar hann um skipulag Reykjavíkurborgar og þróun þess. Hann segir að þegar sveitamaðurinn flutti úr sveitinni vildi hann hafa helst allt sem líkast sveitinni, þ.e miklar víðáttur, mikið útsýni og mikil tún. Þessi sýn varð meðverkandi í því hvernig borgin hefur verið skipulögð. Tún voru í öllum borgarhverfum og áttu krakkarnir helst að vera allan daginn í heyskap þótt heyinu væri síðan hent af því að það væri blýmengað af bensíni.
Borgin var skipulögð á þann hátt að fólk væri einangrað og gæti snúið sýninni út á við, til fjallahringsins.
Í dag er öldin önnur og unga kynslóðin hefur ekki aðdáun á heyskap og túnum heldur vill byggja þétt til að skapa meira borgarlíf. Vill geta stundað kaffihús og veitingastaði úr göngufjarlægð en sveitamaðurinn hefur hinsvegar skömm á slíkum lífsstíl enda sést varla fólk yfir fimmtugu á kaffihúsum borgarinnar.
Niðurstaðan er semsagt sú að það eru sveitamenn sem hafa byggt og skipulagt Reykjavík úthverfanna!
Lítum núna á alþjóðavæðinguna. Nánast öll landamæri eru nú opin og vill fólk mennta sig í útlöndum. Ísland mun ekki halda í þetta fólk ef því býðst ekki það borgarlíf eða umhverfi sem það fær erlendis.
"Vegna þessa er það e.t.v orðið eitt stærsta byggðarmál á Íslandi að geta boðið upp á það umhverfi sem hin unga menntaða og kröfuharða kynslóð vill hafa, því ef ekki tekst að mæta kröfum þessa fólk gerist það eitt að það flytur úr landi.
Reyndar eru þetta ekki einu kröfurnar því að á Íslandi verða líka að bjóðast þau sérhæfðu og góðu störf sem unga fólkið vill; störf við hæfi og í samræmi við menntun þess. Ef þau eru ekki til staðar situr aðeins það fólk eftir sem vinnur í frumframleiðslugeiranum og óþrifalegum störfum, störfum sem aðeins fáir vilja búa við í dag"
"Ef ekki tekst að bjóða sambærileg lífsgæði í Reykjavík og er í stórum, erlendum borgum, verður Reykjavík að Þórshöfn eða Raufarhöfn Evrópu.
Ísland verður að eins konar útgerðarstöð eða jafnvel á endanum Hornstrandir Evrópu, þar sem menn koma að sumarlagi til þess að njóta náttúrunnar og dást að eyðibyggðunum"

Fannst þetta ansi athyglisvert og gott sjónarhorn að stóriðjuæði ríkisstjórnarinnar.
posted by Thorey @ 20:18  

1 Comments:

At 8:05 e.h., Blogger ers said...

hush
Eins og þú veist þá viljum við bara byggja okkur álver!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile