fimmtudagur, apríl 21, 2005 |
|
Gleðilegt sumar :)
Þá eru 14 ár síðan ég fermdist!! Ég man þegar ég sagði við Óla Trausta hlaupakarl að nú væru 10 ár síðan ég fermdist. Þá sagði hann: "Hjá mér líka" "Nú, fermdust við þá sama daginn" "Já ætli það ekki" "Í hvaða kirkju?" "Fríkirkjunni" "Já ég líka" "Kl hvað?" "Kl 14" "Ég líka" "Nú þá höfum við fermst saman....."
En fyrst við erum farin að tala um kirkju þá langar mig að spurja hvað ykkur finnst um nýja páfann. Ég er nú ekki kaþólsk en hvað með það. Ég hefði persónulega viljað sjá einhvern annan þarna en ég held samt að þetta sé fínn karl. Kannski aðeins of íhaldssamur. Spurning um að kynna fyrir honum einhverju góðu rokk bandi. Metallica eða eitthvað.... Ég var líka frekar hissa á þessu því hann er frekar gamall og veikur en hann er þjóðverji og það var frekar spes stemning hérna útaf því. Mamma vinkonu minnar fékk alveg æðiskast og sagði að henni liði bara alveg eins og á Októberfest, það væri svo mikið fjör núna...... |
posted by Thorey @ 21:23 |
|
|
|
|
2 Comments:
Já, hvað er málið. Er gaurinn ekki 78 ára ??? Ég get ekki sagt um það hvort að það væri annar betri, er ekki mikið inní kardinálamálunum :-) . En samt skemmtilegt fyrir Þjóðverja, vonum bara að honum endist heilsan.
Jú hann er 78 ára og veikur víst. Ég er ekki heldur mikið inn í þessum kardinalamálum en hefði þó viljað sjá einhvern aðeins frjálslyndari og frískari. Ég held að hann sé nú samt mjög reyndur en hann var yfirmaður kardinálana.
Skrifa ummæli
<< Home