laugardagur, apríl 23, 2005 |
|
Læra hvað?
Uff hvað vikan er búin að fara í eitthvað allt annað en lærdóm þrátt fyrir að það er bara vika í 2 próf!! Fyrri stökkæfing vikunnar gekk rosalega vel og ég var steinhissa á kraftinum sem var í mér. Ég fílaði mig eins og ég hlypi fljótandi á jörðinni.. það var æði en sú góða tilfinning var því miður farinn á seinni æfingunni. En þetta var í fyrsta skipti sem mér fannst virkilega auðvelt að hlaupa!! Skrítið en ég vona að sú tilfinning komi aftur. Seinni æfingin gekk ekki eins vel. Var í miklu óstuði og meiddi mig í bakinu. Nú bryð ég bara Voltaren og negli svo á það á stökkæfingunni á morgun.
Veðrið var rosalega fínt í dag. Ég æfi bara einu sinni á laugardögum og ætlaði svoleiðis að vera dugleg að læra í allan dag. Alina hringir þá og segist vera á leiðinni til mín því hún ætlaði að bíða eftir því að Tim yrði búinn á æfingu. Jújú hún kemur en áður en ég veit af er ég búin að skella mér í gallabuxur og við Alina, Tim og Kühni (þjálfari Tims) vorum á leiðinni til Kölnar til að spássera þar í sólinni. Settumst á rosa flottan veitingastað/kaffihús og svolgruðum góðgætum í okkur og tókum svo einn rúnt um bæinn. Eins og Köln er nú stór og ég þekki þar fáa þá er ótrúlegt hvað maður rekst á fólk. Við hittum Chrisitne, en hún er þjálfari Floé, og vinkonur hennar og svo hitti ég einn mann (já mann!! hann er 37 ára og hún 20) sem Angi var eitthvað að deita. Þetta er nú eiginlega eina fólkið sem ég þekki í Köln en þar búa um milljón manns.
Mér finnst voða gaman að vera að kynnast Tim betur. Ég og mamma fylgdumst alltaf með honum á öllum mótum sko áður en ég byrjaði sjálf í stönginni!! Hann var alveg uppáhaldið okkar og ég á mynd af mér með honum af fyrsta stórmótinu mínu í Valencia á EM inni 1998. Ég man ég labbaði uppað honum og pikkaði í hann og spurði hvort ég gæti fengið mynd af mér með honum :) Sú mynd er til og ég ætla að stækka hana og ramma inn og gefa honum hana í afmælisgjöf... Mér finnst þó fyndnast að þessi fyrrverandi (og núverandi auðvitað líka) hetja mín kallar mig alltaf schatz..... eða gimsteinninn minn..... |
posted by Thorey @ 20:59 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home