the
 
the
sunnudagur, apríl 24, 2005
Stökkæfingin gekk annars bara vel í dag. Fór 4,20 á 12 skrefa atrennu og lofar það bara góðu. Ég finn líka að ég er mun hraðari en í fyrra :)

Ég gleymdi að segja ykkur að ég fékk mjög skemmtilegt símtal á fimmtudaginn. Það var gamall þjálfari úr fimleikunum á línunni. Bimba sjálf!!!! Hún kenndi mér fimleika einn vetur þegar ég var, að ég held, 13 ára. Ég man alltaf að hún kenndi mér over low bar...... !!
Bimba býr semsagt 20mín í burtu frá mér. Sólveig, íþróttafulltrúi Bjarkanna, var stödd hjá henni í heimsókn því hún var að kynna sér ýmsa íþróttastarfsemi hérna í Þýskalandi. Þær voru semsagt að spurja hvort ég vildi ekki hitta þær. Ég var sko meira en lítið til í það og við sátum allt föstudagskvöldið og kjöftuðum, borðuðum aspas (þýsk hefð á þessum tíma) og rifjuðum upp gamla tíma (og nýja). Mér fannst þetta algjört æði. Svo býr hún í næsta bæ frá mér!! Ótrúlegt.

En jæja, ég er greinilega með einhverja munnræpu og þið nennið örugglega ekki að lesa helminginn af því sem stendur á síðunni minni..... en ok, hætt í bili
góða nótt
posted by Thorey @ 20:50  

5 Comments:

At 10:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra að þú hafir hitt Bimbu, vissi einmitt af þessari ferð hennar Sólveigar...........en hvar býrð þú aftur,Düsseldorf???
Kv Eva Úlla

 
At 11:09 f.h., Blogger Thorey said...

Nei hæ og gaman að heyra frá þér!
Ég bý í Leverkusen og það er alveg við Leichlingen þar sem Bimba býr.
Það var alveg frábært að hitta þær og fyndið að Bimba búi svona nálægt mér :)

 
At 11:09 f.h., Blogger Thorey said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 12:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að kíkja hér inn og sjá svona marga pósta í einu...
Heyrumst dúlla
kv. Hildur

 
At 9:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst frábært ef þú ferð að skrifa oftar ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile