miðvikudagur, maí 04, 2005 |
|
Nú jæja fyrst það virkar þá er ágætt að fara að segja nokkur orð:
Ég er stödd á Íslandinu góða og hef það bara fínt.... núorðið.. Ég er búin að gubba ansi hraustlega, hósta, snýta mér, skyrpa hori og annað skemmtilegt. Samt búin að taka 2 próf og taka upp auglýsingu. Það fer svo að styttast í útferð aftur en ég fer á föstudaginn, fer svo í próf gegnum netið í lík og töl á mánudaginn og svo bara fyrsta mót helgina eftir það!! Jiminn eini, þetta er allt að skella á!!!
Ég verð aðeins að fá að kvarta undan ykkur Íslendingarnir mínir. Ég þoli ekki hvernig þið keyrið. Ég held það ætti bara að senda ykkur öll aftur í ökuskólann!!! Kannski það þurfi líka aðeins að breyta þar áherslunum, ég veit það svosum ekki en ég hreinlega skil ekki aksturlagið hérna. Það er hreinlega með öllum ólikindum......
Allavega, þá finnst mér margir hverjir keyra bara eins og bavíanar. Gjörsamlega bara hugsað um sig og sína eigin dollu. "ÉG ætla þangað og þú kæri minn skalt sko bara láta MIG í fríði því hér kem ÉG!!" Vá hvað þetta er attitudið í umferðinni. Dæmi:
-Ég að taka hægirbeygju frá aðkomu minni að hringtorgi, er á ytri hring. Gaur kemur á innri hring og svínar fyrir mig. Þ.e skiptir af innri hring yfir á ytri hring þegar hann fer út úr hringtorginu. AAAARRRRGGGG
-Ég er á vinstri akrein að taka framúr á hægri akrein og ætla svo strax aftur yfir á hægri nema þá er gaurinn fyrir aftan ekki að nenna að bíða í 2 sek á meðan ég skipti tilbaka og fer á hægri á undan mér og brunar framúr mér þar. "Aðeins að slaka vinur!"
-Ég er að taka framúr á vinstri og lendi fyrir aftan lullara á þeirri akrein. Að hann fatti að skipta... nei aldrei. Hann Á sko þessa akrein núna.
-Ég er á aðrein og er á leið út á akbrautina. Hægri akrein full en sú vinstri er laus. Ég gef stefnuljós og skipti yfir hægt og rólega. BÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍB heyrist fyrir aftan mig. "Ok vinur, passaðu þig nú á því að víkja alveg örugglega EKKI fyrir mér!!!!"
-Íslendingar gefa nánast aldrei stefnuljós!! Hvað er það?? Er svona erfitt að pína ljósið eða?
Vá hvað ég get nefnt endalaust af dæmum. En ég skal segja ykkur það dúllurnar mínar að það væri sko bara keyrt á ykkur í Þýskalandi, vísvitandi. Og þú yrðir í órétti. |
posted by Thorey @ 23:51 |
|
|
|
|
6 Comments:
Varðandi umferðina í NRW finnst mér Þjóðverjarnir nota flautuna of mikið. Flauta ekki einungis til að vara fólk við heldur virðast leggjast á flautuna og "Bipa" til að tjá reiði sína/pirring... Slaka á plís. Manni langar helst að F***A þeim fyrir vikið en það varðar víst við lög.
NRW Kveðja
Anonymous said...
Varðandi umferðina í NRW finnst mér Þjóðverjarnir nota flautuna of mikið. Flauta ekki einungis til að vara fólk við heldur virðast leggjast á flautuna og "Bipa" til að tjá reiði sína/pirring... Slaka á plís. Manni langar helst að F***A þeim fyrir vikið en það varðar víst við lög.
NRW Kveðja
Þolir ÞÚ ekki umferðina hérna búandi í Þýskalandi mest megnis af árinu? ÉG þarf hinsvegar að standa í þessu rugli á hverjum einasta helvítis degi...
Sigurjón.com, löngu búinn að missa það yfir umferðinni á Íslandi.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Vá eins og talað út úr mínu hjarta. Ég er innilega sammála þér og ég er sannfærð um að allir íslendingar þjáist af sinaskeiðabólgu í vinstri hönd og geti þar af leiðandi ekki gefið stefnuljós. Að gefa ekki stefnuljós er mjög ókurteist og ég trúi því ekki upp á Íslendinga að vera svona dónalegir og þess vegna held ég að þeir hrjáist af sinaskeiðabólgi.
Annars eru Danir nú ekkert betri. Samt meiri tillitsemi þegar kemur að því að skipta um akrein, taka frammúr eða hleypa fólki inn í. Íslendingar virðast alltaf vera að keppast við nágrannann!
Annars takk fyrir að blogga fyrir okkur sem fáum ekki að hitta þig heima. Gangi þér vel í prófum og próflestri.
Hver býr í NRW?? Ég hef ekki orðið vör við það hér að þeir flauti mikið. Þeir gera það hinsvegar þegar maður fer sunnar eins og til Spánar eða Grikkklands. Hér er alltaf gert ráð fyrir því að einhver keyri hraðar en þú og vilji þá fara framúr þér en heima halda allir að þeir séu að keyra hraðast...
Já ég vorkenni þér Sigurjón en ég mæli með gamla góða strætó :)
Æ ég bloggaði nú ekki mikið á meðan ég var heima enda alltaf eintóm geðveiki að koma heim. Ég sest nú bara varla við tölvuna. En núna er ég komin aftur að skrifborðinu mínu hérna úti og mun halda áfram að láta heyra aðeins í mér.
Skrifa ummæli
<< Home