þriðjudagur, maí 17, 2005 |
|
Siðprýði fallegra stúlkna
3ja og síðasta bókin í bili í bókaseríunni. Oh, þær eru svo frábærar þessar bækur. Mér finnst svo frábært hvað þær eru eitthvað jákvæðar. Vandamál kemur upp og maður hugsar: "Nei, nú fer allt til andskotans" en það fer allt svo vel. Samt er þetta svo öðruvísi en amerísk þvæla í sjónvarpinu. Æ bara voðalega fallegar bækur og koma manni í gott skap. Svo jákvæðar eitthvað.
Ég var aldrei búin að segja ykkur frá næturgestinum okkar hér í þessu WG (wohngehmeinschaft). Angela fékk email um daginn frá þjálfara í Nebraska (hún var þar eitt ár á skólastyrk) sem sagði að það væri strákur sem vantaði gistingu í Evrópu. Angi bara já já ekkert mál hann getur verið hérna. Ok gaurinn mætir. Kolsvartur þrístökkvari frá Grenada í Karabíska hafinu. Hann er 26 ára og stekkur best 17,30 sem er rosa góður árangur. Hann er í sínum fyrsta keppnisleiðangri um Evrópu og er því ekki alveg með á nótunum. Hann semsagt kemur á laugardagskvöld og klukkutíma seinna segist Angi þurfa að fara því henni væri boðið í grillveislu. Hún skildi greyið semsagt eftir matarlausann en hann var að koma frá Doha. Þar sem ég hafði komið fyrr þennan sama dag tilbaka frá Doha hafði ég náð að fara að kaupa í matinn handa sjálfri mér og eldað mér hakk og pasta sem ég ætlaði svo að borða afganginn af daginn eftir. Ok en ég varð nú að redda stráklingnum og hitaði því upp handa honum afganginn. Hún kemur svo heim um miðnætti og skellir sér bara undir sæng hjá félaganum sem svaf að sjálfsögðu í rúminu hennar því ekki var hún búin að skipuleggja neinn svefnstað. Hún þurfti nú aðeins að hugsa sig samt um hvað hún ætti nú að gera en komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti alveg sofið þarna við hliðina á honum. Þau deila því nú rúmi og virðist það ekki vera neitt vandamál. (Tek fram að það er ekkert í gangi á milli þeirra þótt þau deili rúmi en mér finnst þetta bara pínu fyndið) Til allarar furðu gengur þetta sambýli vel hjá okkur nú fjórum en þó veit ekkert okkar hvenær sá fjórði ætlar að pakka niður í töskuna sína. |
posted by Thorey @ 20:57 |
|
|
|
|
3 Comments:
Bíddu spænir þú bara bækurnar í þig??? Ég las fyrstu bókina í september og aðra bókina í desember og er ekki enn byrjuð á þeirri þriðju :(
Ekkert smá dugleg að lesa!!! Púff, væri sko alveg til í að vera búin í prófum eins og þú!
Fyndið með hana Angelu vinkonu þína :)
Fyndið....
Skrifa ummæli
<< Home