the
 
the
laugardagur, maí 14, 2005
Tár gíraffans

Þá er fyrstu bókinni lokið og var hún hreint út sagt frábær. Ég mæli tvímælalaust með þeirri bók. Nú er bara að sjá hvernig næsta bók í seríunni verður, Tár gíraffans.

Qatar

Qatar var fínt. Í þetta skiptið kíktum við aðeins útaf hótelinu svo það var gaman að fá að sjá loksins borgina, Doha. Við fórum fyrst í eitthvað shopping mall sem einn karlinn vildi að við færum endilega í. Það var þó bara nákvæmlega eins og shopping mall eru í útum allan heim en mér fannst þó mjög sérstakt að vera að skoða föt og máta og við hliðina á mér var kona í svörtum kufli að raða fötum á arminn. Stelpur við erum svo heppnar að vera ekki fæddar inn i þennan heim sem þær lifa. Þó er Qatar, Bahrain og Sameinuðu furstadæmin mun opnari lönd heldur en t.d Sádi Arabía. Þar hafa konur ekki vegabréf og meiga aldrei fara úr húsi án þess að vera í fylgd með föður sínum, eldri bróður eða frænda. Þarna í verslunarmiðstöðinni sá maður þó nokkrar svartklæddar konur sem höfðu farið saman að kaupa sér föt. Já föt til þess að vera í heima fyrir framan karlinn. En mér finnst mjög gaman að skoða handtöskurnar þeirra og skóna en þetta er það eina sem er persónulegt við þær. Maður sér alveg týpurnar. Sumar glysgjarnar, þ.e hafa mjög gaman að því að skreyta sig og eru þær þá jafnvel búnar að sauma munstur í sjalið sem er yfir höf'ðinu eða jafnvel á kuflinn sjálfan.

Eftir ferðina okkar í mollið fórum við á meiri traditional stað. Mér leið þó hálf undarlega þar því aðeins ein og ein kona var á ferli. Nánast eingöngu karlmenn og auðvitað var starað á okkur eins og við værum geimverur. Þetta var hverfi sem var fullt af búðum með allskonar gullvörum, hringum o.þ.h. Við gengum um og skoðuðum en keyptum ekkert. Þrátt fyrir að heita gullhverfið þá var þetta nú frekar eins og fátækrahverfi miðað við öll nýju húsin, glæsibyggingarnar, sem ég hafði séð út um allt.

Ég set myndir frá ferðinni inn á thorey.net og segi ykkur hvenær það er til. Líklega í kvöld

En jæja þá af mótinu:

Ég stökk 4,20 og lenti í 2.sæti. Ég var hrikalega nálægt 4,35 og er bara frekar fúl yfir því að hafa ekki drullast yfir. Ég var bara að stökkva með æfingastöngum og á styttri atrennu svo 4,35 hefði verið mjög fínt. Mér finnst 4,20 vera hálf þreytandi tala og ég er löngu komin með leið á henni. En jæja það sem skiptir máli var að ég var að fíla mig bara alveg ágætlega og ég virðist vera loksins að fara að jafna mig á þessum veikindum sem ég nældi mér í heima.
posted by Thorey @ 14:06  

3 Comments:

At 11:15 f.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Mér finnst þetta bara mjög gott hjá þér með stutta atrennu og æfingastangir...
Gott að heyra að þú sért að frískast...
Hafðu það gott!

 
At 11:22 f.h., Blogger Thorey said...

Takk Hafdís :) Alltaf gaman að heyra frá þér

 
At 11:12 f.h., Blogger Hildur said...

Gaman að heyra svona ferðasögur. Alltaf mjög sérstakt fyrir okkur Íslendingana að sjá svona huldar konur :) Ég á allavega mjög erfitt með að venjast þessu og ég bý í danmörk, allt morandi í "stof misbruger" eins og danirnir kalla það..
Hafðu það gott dúlla,
kv. Hildur

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile