föstudagur, maí 27, 2005 |
|
Hitabylgja
Það er 35 stiga hiti í dag!!!! Ég er að kafna úr hita. 2 síðustu dagar voru líka heitir, um 30 stig og það er spáð svona áfram. Næsta mót er á sunnudaginn í Weissach í Þýskalandi. Þetta er lítill bær rétt hjá Stuttgart. Markmiðið fyrir mótið er að prófa nýjar stangir sem ég fékk i vikunni og stökkva 4,30m. Ég fékk 5 stangir í vikunni sendar frá Ameríku og var ein í tvennu lagi og önnur með smá höggi í. Sú stöng er stöng sem ég þarf að prófa í mótinu og athuga hvort hún sé í lagi... ojoj pínu hrædd. Leszek reyndi að prófa hana aðeins fyrir mig í gær en hann er nú ekkert of fimur karlinn ennþá svo þetta var svo hálffurðulegt test. Ég verð bara að vona að stöngin haldi!! Hinar eru svo í lagi og eru einnig stífari en þessi. Þetta ættu að vera góðar keppnisstangir en þær eru aðeins styttri en ég hef notað síðustu 4 árin. Þessar er 4,45m en hinar eru 4,60m á lengd. |
posted by Thorey @ 15:19 |
|
|
2 Comments:
gangi ther vel
FH kveðja
Það er líka rosalega heitt hér hjá mér. Búin að liggja í sólbaði alla helgina :)
Skrifa ummæli
<< Home