sunnudagur, maí 22, 2005 |
|
Hversu ömó var þetta eiginlega?
Já ég stökk heila 4,10 í dag!! Ég fór í fyrsta skipti á keppnisstangirnar og á keppnisatrennu í dag síðan í september. Mér hreinlega leið eins og ég hefði ekki stokkið stangarstökk í aldir þótt ég sé búin að vera að stökkva rosalega vel á stuttri atrennu. Ég var þó að hlaupa mjög vel og var frekar hröð en koma alltof nálægt í uppstökkið. Einu sinni var ég svo nálægt að ég missti takið á stönginni... ÆÐI já! En jæja, ég held ég þurfi bara 2-3 æfingar á fullri atrennu og þá kemur þetta. Ég hef einfaldlega ekki getað stokkið á fullri atrennu útaf bakinu. Ég er búin að vera að drepast í bakninu síðan í febrúar og loks á fimmtudaginn gafst ég upp og hringdi í lækninn. "Sprauta mig, bitte" Fór þangað á föstudag og á laugardagsmorgun og þvílíkur munur. Fyrsti dagurinn í dag sem ég er án verkja. Ég get reimað skóna án þess að vera að drepast á eftir, ég get beygt mig eftir stönginni minni án þess að drepast og ég get stokkið!!! Vá hvað ég ætla að nota þessar sprautur (homopata sprautur) meira!!
Annars mest lítið að frétta nema það voru kosningar í sýslunni minni en ég misst að mestu af þeim. Hrikalegt. Sjónvarpið okkar bilaði fyrir 2 vikum.. ekki gott. Verðum að fara að fjárfesta í nýju. Ég heyrði þó í útvarpinu og Grænir bættu við sig fylgi og voru rétt undir 14% CDU eða Kristlegir Demókratar unnu með 45% |
posted by Thorey @ 20:39 |
|
|
|
|
6 Comments:
Gott að heyra með bakið. Um að gera að fá sér bara homopata sprautu þegar þú ert að drepast. Engin ástæða til þess að gera það ekki allavega :)
Áfram Grænir...!!!!
Iss þú átt eftir að stökkva MUN hærra í sumar þegar þú ert komin í meiri stökk æfingu- bíddu bara ;) Annars vona ég að þú komir til Íslands fljótlega svo maður fái að sjá þig og draga þig líka með mér í bæinn :)
Ég var eitthvað að misskilja útvarpið því grænir fengu bara 6,2%..
Já ég kem heim til að keppa á bikarnum sem er síðustu helgina í júní.
Um að gera að mæta á völlinn og segja hæ :)
Hæ hæ,
Pekka var að spyrja hvernig þú hefðir það og hvernig gengi. Ég sagði bara að ég hefði lesið á síðunni þinni að þú hefðir stokkið 4,20 á fyrsta móti með stuttri atrennu. Þannig að hann vildi endilega fá slóðina á síðuna þína þó ég sagði að hún væri á íslensku en honum finnst að þú eigir samt að byrja að skrifa á ensku (ja eða sænsku)
Gangi þér svo vel með keppnisatrennuna og keppnisstangirnar,
kveðja Alla
Hæ Alla :)
Já ég fékk email frá honum, mjög gaman að heyra frá ykkur.
Ertu með blogg?
jamms, http://www.alla-maria.tk
En vá bara strax búin að fá e-mail, Pekka og tölvur passar nefnilega ekki alltaf saman.
Kveðja Alla
Skrifa ummæli
<< Home