the
 
the
þriðjudagur, maí 31, 2005
Endalaust læknastúss

Tannlæknir í gær og sprautlæknir í dag... Nú meira ástandið á mér. Tannlæknirinn skipti nú bara um fyllingu því gamla góða silfrið er víst ekkert gott lengur. Bara eituefni og sullerí. Í dag hitti ég svo hann Jens vin minn og hann gaf mér nokkur skot í bakið og alveg við hásinina. Úff ég held að aldurinn sé fainn að segja til sín. Bak, hásin, öxl og hamstingur.....

Ég fékk að keyra alveg hrikalega góðan kagga í dag. Tim þurfti skutl upp á flugvöll svo ég tók það að mér og keyrði svo bílinn í dag. Þetta er SEAT sem er 150 hestöfl og 6 gíra. Hann kemst upp í 260!! Ég var sko mesta pæjan í Leverkusen í dag...

Á morgun flýg ég til Barcelona og keyri svo þaðan til Andorra þar sem ég keppi á Smáþjóðaleikunum á fimmtudag. Á föstudag fer ég svo til Sevilla og keppi þar á Grand Prix móti á laugardag. Kem svo fersk til Leverkusen á sunnudag.

Góða helgi englarnir mínir
posted by Thorey @ 20:16  

5 Comments:

At 7:42 f.h., Blogger Hildur said...

Já þú ert alveg eldgömul...Heilum 8 dögum eldri en ég....hihihihi

 
At 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með sigurinn í Andorra :)
kveðja Bryndís

 
At 4:44 e.h., Blogger Halla said...

Til hamingju með Andorra :)

En tannsar geta sko ekki sett neitt nema silfur í minn kjaft þar sem ég þoli ekki þetta nýja efni og er bara áfram með tannpínu! Vona að það séu ekki margir svoleiðis, þetta er ekki gaman :S

 
At 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað það er brjálað að gera hjá þér sæta ;)

Til hamingju með Andorra :)

hlakka gegt til næsta bombukvölds þegar við komum allar saman og/eða náttfatapartýsins ;) það er allavegana alltaf stuð þegar við hittumst allar:D

...Ylfan :)

 
At 1:03 e.h., Blogger Thorey said...

Takk fyrir elskurnar

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile