the
 
the
mánudagur, maí 30, 2005
Fékk eftirfarandi sent í emaili frá UNIFEM, mæli með því að þið mætið stelpur:

Kvennaþing

Boðað er til kvennaþings 4. júní að Hallveigarstöðum kl 11:00-14:00 í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá Íslands.

Með núverandi endurskoðun stjórnarskrárinnar gefst íslenskum konum í fyrsta sinn tækifæri til að hafa bein áhrif á stjórnarskrá landsins. Það er vel við hæfi að konur hefji upp raust sína nú þegar minnst er 90 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Að mörgu er að huga við endurskoðun stjórnarskrár ef tekið er mið af jafnréttissjónarmiðum. Málefnum kynjanna er ekki hægt að skipa á þröngan bás, þau snerta samfélagið allt og nú er tími til kominn að stjórnarskráin endurspegli það.

Erindi hefur þegar verið sent stjórnarskrárnefnd þar sem óskað er eftir þátttöku fulltrúa kvenna á ráðstefnu um stjórnarskrána þann 11. júní næstkomandi og má finna erindið á slóðinni: http://stjornarskra.is/erindi.

Á kvennaþinginu verður skerpt á þeim áherslum sem fram koma í erindinu og vonandi ná konur á Íslandi að fylkja sér um ákveðnar tillögur og setja mark sitt á stjórnarskrá lýðveldisins.

Við óskum hér með eftir þáttöku sem flestra samtaka og áhugasamra kvenna í kvennaþinginu á laugardaginn. Vinsamlegast látið boðið berast.

Við höfum tækifæri til breytinga – GRÍPUM ÞAÐ!

F.h. undirbúningsnefndar,

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi

Drífa Snædal, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins

posted by Thorey @ 18:22  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile