the
 
the
sunnudagur, júní 05, 2005
Löng helgi

Það var mjög fínt í Andorra. Mér finnst alltaf svo gaman að hitta íslensku félagana mína úr landsliðinu og allt aðstoðarfólkið. Hundleiðinlegt alveg að stoppa svona stutt.
Mótið gekk ágætlega hjá mér. Fór 4,40 sem er minn besti árangur á árinu.

Andorra finnst mér ekki fallegt land í augnablikinu. Það er svo mikil synd hvernig bæirnir eru skipulagðir en það gæti verið svo óskaplega fallegt þarna. Leiðin frá Barcelona (flaug til Barcelona) er alveg geggjuð og bara ein sú fallegasta leið sem ég hef keyrt um ævina. Eldgamlir sveitabæjir með gulum ökrum og grænum gróðri í kring eða grænum vínekrum. Þegar komið er svo til Andorra er maður kominn i fjallabelti Pyreneafjalla. Semsagt mjög fallegt. En Andorra sjálf er alls ekki spennandi. Hún liggur í þröngum, löngum dal sem er stútfullur af bílum, auglýsingaskiltum, mengun og ógeði. Mér finnst eins og bragurinn eigi að vera stórborgarlegur en það passar bara engan veginn i þetta umhverfi. Ég hefði frekar vilja sjá meiri sveitastíl. Svo held ég að það sé löngu tímabært að koma upp neðanjarðarlestarkerfi eða hjólastígum en hvorugt var til staðar. Umferðarteppan var svo mikil að það tók oft um hálftíma að fara 3 km. Svo eru auðvitað allir bílar í gangi í biðröðinni og útblásturinn er ógeðslegur. Hann liggur svo ofan í dalnum en það sem bjargar þessu öllu saman er að það er smá vindur þarna sem kemur hreyfingu á loftið. Án hans væri Andorra held ég bara lífshættuleg.
Þar til þetta verður lagað, mun ég ekki hafa áhuga á að heimsækja þetta land aftur.

Ok komum að Sevilla. Úff hitinn þar, þurrkurinn og mengunin.... Æ hvað gamla góða Ísland er meirihátar!!! (en þó vonlaust fyrir mót í stöng.... )
Ég keppti í Sevilla í gær og gekk það mjög illa. Ég var alveg rosalega þreytt eftir ferðina til Andorra og langaði bara ekkert til að vera þarna. Svo kemur maður inn á völlinn, þreyttur, og enginn áhorfandi!! Ömurlegt!! Lendi nú aldrei í svoleiðis. Vá hvað ég datt enn meira úr stuði....
Ég fór ekki nema 4,18 en það fyndna var að okkur gekk ÖLLUM illa. Eins og það hafi verið eitthvað smitandi eða eitthvað því aðstæðurnar voru nú ekkert svona svakalega lélegar. Smá hliðarvindur, stundum gola með. Svo var svo fyndið að þar sem við sátum alveg við dýnuna á milli stökkva, því þar var skuggi, sáum við svipinn á hvorri annarri þegar við lentum. Eftir lélegt stökk litum við á hvora aðra með svona vonlausarsvip og með stór spurningarmerki í augunum. "Hvað er í gangi?" "Hvað var nú þetta eiginlega?" Við hlógum okkur máttlausar svo í gærkvöldi þegar við fórum að tala um þetta.

En jæja, gengur bara betur næst!!

Fyrra flugið var klukkan hálf átta í morgun til Madrid en þó fínt að vera bara komin heim snemma. Var lent í Düsseldorf um 12.
Ég skellti pizzu í ofninn (geðveikt gott að vera komin með frysti en ég keypti hann fyrir 2 vikum) og fékk mér svo ís í eftirrétt......
posted by Thorey @ 12:20  

7 Comments:

At 1:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú stóðst þig þó allavega dúndurvel á fyrra mótinu svo það er ekki slæmt ! Varðandi Andorra þá hljómar lýsingin ekki vel- ótrúlegt hvað hægt er að skemma góða staði með endalausum mistökum í skipulagi. En allavega langaði að segja hæ enda er alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með þér- þú átt svona aaaaaaaðeins viðburðarríkara líf en venjulega fólkið á Íslandi:)

 
At 6:57 e.h., Blogger Katrin said...

til hamingju með að vera komin inn á HM í Helsinki :O) Ætla að segja öllum finnsku vinum mínum að fara og hvetja þig !! kv.KK

 
At 8:52 f.h., Blogger Hildur said...

Gott að þú ert bara komin aftur heim.
Var einmitt að hugsa um að keyra til Sevilla í sumar þegar ég verð á Spáni en er alveg hætt við það núna.

 
At 11:05 f.h., Blogger Thorey said...

Úff Sevilla um miðjan júlí... ég held að það sé varla líft þar fyrir hita. Það verður pottþétt 40 stig. Annars er Sevilla ekki alslæm, það er hægt að skoða eitthvað held ég og hún er alls ekki svo ljót sú borg. Ég mæli samt með því að skoða frekar borgir við ströndina.

 
At 11:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, það er nú eitthvað fyrir umhverfisverkfræðinginn að lenda í svona landi. En annars, kemur bara næst....þetta er greinilega á góðri leið...4.40 er nú bara fínt.
Áfram þú :-)

 
At 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey,
mikið var gaman að sjá þig í Andorra og þú stóðst þig mjög vel :)
sjáumst og áframhaldandi gott gengi
Pálín :)

 
At 5:16 e.h., Blogger Thorey said...

Hæ Pálín! Vá ég var svo hissa að sjá þig í Andorra!! Eiginlega síðasti staðurinn sem að mér gæti dottið í hug. Rosalega óvænt og gaman. Vona að við eigum eftir að "rekast" svona skemmtilega á aftur :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile