Vá það er vika síðan ég bloggaði!! Á þessari viku er ég búin að gera svo ótrúlega mikið að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Jú reyndar byrjaði vikan á ferð til Sviss þar sem ég keppti á þriðjudaginn í borginni Lausanne. Það gekk bara ágætlega og munaði bara hársbreidd á að það hefði verið betri ferð. Ég lenti í þriðja sæti ásamt Monicu og Pöwlu með 4,40 í fyrstu tilraun.
Á fimmtudag talaði svo Silja við mig og sagðist vilja komast til mín sem fyrst til að æfa og að fara á mót því hana langar að ná lágmarkinu á HM. Ég sagði bara já reddum því og talaði við einn mótshaldara sem er með mót í Belgíu á laugardaginn 16.júlí og hann sagði að hún mætti alveg endilega hlaupa þar. Silja keypti flug sem fór 4 klst síðar!! Silja er semsagt hjá mér í heimsókn og við erum búnar að hafa það alveg frábært. Á föstudaginn fórum við á Maccaronni, veitingastaðinn með live tónlist og kíktum svo aðeins í einhvern risa klúbb. Alina og Consai (suður afrískur stangarstökksþjálfari) voru með okkur og vá hvað það var gaman!!
Í gær keyrðum við svo ásamt Angi, Sebastian og Sebastian Hess í giftingu Romas (meðleigjandinn minn áður en Angi flutti inn) og ekki var nú neitt leiðinlegra þar... Það tekur 3 tíma að keyra aðra leið og tók þessi giftingaveisla okkur 12 tíma allt í allt en var svo þess virði. Allir skemmtu sér konunglega og parið var svo sætt :)
Æ hvað þetta er búin að vera frábær helgi og hvað það var óvænt og gaman að fá hana Silju mína til mín :)
Síðast en ekki síst voru 2 afmælisbörn í vikunni. Vinkonur mínar þær Karlotta og Hildur áttu báðar afmæli. Karlotta varð 29 ára þann 7.júlí og Hildur 28 ára þann 8.júlí. Innilega til hamingju stelpur!!!!!!
2 Comments:
Alltaf gaman að upplifa góðar helgar :) , p.s. mjög sæt mynd af þér ;)
hæ takk takk
kv kalla
Skrifa ummæli
<< Home