the
 
the
laugardagur, júlí 02, 2005
Þýska meistaramótið

Tim vann með 5,75, annar var Danny Ecker með 5,75 og náði þar með lágmarkinu á HM og þriðji varð Richi með 5,70. Þannig að Tim, Lars og Danny fara á HM.

Við vorum þarna 10 saman að horfa á mótið í dag og því fínasta stemning hjá okkur. Völlurinn var reyndar fullur af fólki svo það var ekki verra.

Kvöldið er svo búið að fara í rólegheit með nokkrum danssporum inn á milli því Live 8 tónleikarnir eru í sjónvarpinu og á öllum útvarpsstöðvum. Meira snilldin hjá Bob Geldof og félugum að koma þessu í kring. Nú er bara að þessir 8 leiðtogar hlusti og láti vilja fólksins, vilja heimsins, verða að veruleika.

Eins og Gandhi sagði (man ekki orðrétt en það var eitthvað á þessa leið):
First they ingore you
Then the laugh at you
After that they consider you
Then you win
posted by Thorey @ 19:52  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile