the
 
the
mánudagur, júlí 25, 2005
DN Galan

Ég er að fara á eftir til Stokkhólms til að keppa á DN Galan. Í þetta skipti verður bæði stöng karla og kvenna hlið við hlið á vellinum og býst ég því við því að þetta verði skemmtilegasta mót ársins. Það er reyndar spáð rigningu svo hún gæti sett strik í reikninginn. Héðan frá Leverkusen förum við Tim, Lars og Leszek. Það er í raun heiður að komast inn á þetta mót því aðeins um 7 karlar og 7 konur fá að keppa þar sem þetta er bæði karla og kvennakeppni (samtals 14 stangarstökkvarar)

Ragnhildur fimleikavinkona mín gifti sig síðasta laugardag í Hallgrímskirkju. Nína hringdi í mig úr veislunni og lýsti fyrir mér hversu glæsileg hún Ragnhildur hafi verið. Svosum ekki að spurja að því þar sem skvísan er alltaf stórglæsileg. Hún og maðurinn hennar eru ný búin að eignast son, Guðmund Thor Ingason, en þau búa í Lúxemborg.




Elva, Hildur, Steinunn, Ragnhildur, Elísabet, Nína, Eva Lind

Innilega til hamingju Ragnhildur og Ingi!!

Ég missti semsagt af giftingu, sumarbústaðaferð með TMC og Meistaramóti Íslands um helgina. Í staðin svaf ég í 6 klst á laugarDAGINN, kíkti aðeins á dansstað með Yoo og Angi og kláraði að horfa á 24 í gær..... svo svaf ég í 11 tíma í nótt en fer til Stokkhólms eftir 4 klst.
Farin að pakka og bis später
posted by Thorey @ 09:41  

5 Comments:

At 2:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohh ég vona nú að veðurspáin rætist ekki í Stokkhólmi
en annars gangi þér vel kveðja Bryndís

 
At 7:41 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Góða ferð og gangi þér vel:)

 
At 8:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér rosalega vel Þórey MÍN ;) Hlakka til að heyra úrslitin
Kveðja úr sólinni á Íslandi...
Silja

 
At 1:35 e.h., Blogger Katrin said...

má ég koma með til Stockholms? bið að heilsa vinum mínum þar ;O)

 
At 5:23 e.h., Blogger Hildur said...

Góða skemmtun í Sverge!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile