the
 
the
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Já Pólland fór í vaskinn svo ég er nú eitthvað farin að efast um þetta blessaða form á mér....
Keppi þó næst á Golden League í Brussel á föstudaginn svo það er eins gott að fara að sýna eitthvað. Eitthvað hálf skrítið þetta tímabil. Ég á smá oggu sjéns í að komast á GP Final í Monaco ef ég stekk vel í Brussel svo núna er að duga eða drepast.

Það er fullt hús aftur en voru þeir Toby Stevenson og Derek Miles hérna síðustu nótt. Ég heldaði rosa máltíð handa þeim í kvöld og Yoo kom og borðaði með okkur og einnig borðaði Angi líka. Ég eldaði kjúkling með steinselju, sítrónuberki, hvítlauk og olíu með spínati í sherry sósu, furuhnetum, skarlott laukum og hvítlaulk. Þetta tók mig 1 og hálfan tíma að gera!!! Smakkaðist bara mjög vel en ég held þó að kananir tveir hafi ekki alveg fílað þetta nógu vel enda eru sú þjóð með frekar einfaldan matarsmekk... eða?
posted by Thorey @ 21:43  

5 Comments:

At 11:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekki mín sterka hlið að gefa comment en ég kíki oft á síðuna þína. Gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera og ekkert hefði ég á móti því að vera í mat hjá þér!!! girnilegur réttur sem þú bauðst gestunum uppá. Þú átt örugglega eftir að finna þig í stökkinu aftur og gangi þér vel í Brussel og framtíðinni. Kveðja Jóna

 
At 5:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er greinilegt á þessu að tíminn er að fara í eitthvað annað en æfingar ;). Neinei, gaman að sjá hvað þú ert orðinn góður kokkur. En með mónako.....er ekki must að komast þangað og hitta nafna....:)
Kv. Albert (prins)

 
At 1:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei girl...
svo gaman að lesa bloggið núna og vita hvaða fólk þú ert að tala um... hehe...
bið að heilsa...
Silja

 
At 11:13 f.h., Blogger Hildur said...

Leitt með stöngina en þú ert svo góð að þú nærð þessu upp.
Hins vegar er Albert svolítið fyndinn ;) og þú góður kokkur...nammi namm fæ bara vatn í munninn

 
At 6:06 e.h., Blogger Hildur said...

takk fyrir skilaboðin dúlla :o) Alltaf gaman að heyra í þér. Verst að ég var sofandi og með slökkt á símanum. Hef á tilfinningunni að við hefðum getað spjallað mikið saman :O)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile