the
 
the
laugardagur, september 03, 2005
Vikan á enda og tímabilið líka bráðum. Ég á í mesta lagi 2 mót eftir en kannski bara ekki neitt. Ég er búin að vera veik alla síðustu viku svo formið er nú líklega algjörlega farið. Fékk einhverja nýrnabólgu og er búin að liggja bara í rúminu. En ég er nú orðin hress og get farið að æfa á morgun. Það kemur svo í ljós líklega á mánudaginn hvort ég komist inn í Monaco. Eins og staðan er núna er ég inni þar en við sjáum til hvað verður.

Það er semsagt ekki mikið að frétta af mér. Íbúðin loksins glitrandi af hreinleika enda ekki búinn að vera gestur hér í heila viku svo við Angi réðumst loksins í allsherjar hreingerningu. Næstum því hægt að spegla sig í flísunum inn á baði.

Hér er sól og blíða og sat ég úti í garðinum í dag að læra. Skólinn semsagt byrjaður og allt komið á fullt. Fyrstu heimadæmin skulu vera búin fyrir næsta miðvikudag. Ég er í tveimur áföngum, Straumfræði og Jarðtækni og grundun. Líst nú ekkert alltof vel á ef ég á að segja eins og er. Held þetta séu reyndar skemmtilegir áfangar en ég veit ekki hvort ég geti lært þá upp á eigin spýtur. Lítur pínu flókið út...

Síðasta mótið mitt yrði svo viku eftir Mónaco. Það er í Shanghai en mér finnst það frekar langt í burtu fyrir eitt mót. Samt væri gaman að fara þangað en ég þarf jú að læra, verða hraust og ná mér í hásininni. Svo væri ekkert vitlaust að taka bara frí fyrr og byrja að æfa fyrir næsta ár.
Sjáum til.

Kannski ég drífi mig í að setja inn nokkrar myndir á thorey.net frá ágúst
posted by Thorey @ 15:21  

1 Comments:

At 11:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi aldrei gaman að vera veikur en gott samt að þú sért orðin nokkuð frísk. P.s. flott að sjá nýja mynd hér uppi á síðunni, kúl mynd :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile